17. september 2009

Laugardaginn 19. september er uppskeruhátíð Hrunamanna. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Messa í Hrunakirkju kl. 11:00 Uppskerumarkaður í félagsheimilinu kl. 13:00-17:00 þar sem fjölbreytt úrval verður af glænýjum matvælum úr sveitinni, Einnig handverk heimamanna og ljósmyndasýning Sigurðar Sigmundssonar. Fulltrúar Heilsuþorps á Flúðum og Byggðar á Bríkum kynna hugmyndir um nýja byggð. Kvenfélagið verður með kaffiveitingar.

16. september 2009

Í kvöld er stofnfundur MÁLEFLIS, hagsmunasamtaka í þágu barna með tal-og málþroskaröskun. Fundurinn verður haldinn kl. 20 í fyrirlestrarsalnum Skriðu við Stakkahlíð, fyrrum Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands)

11. september 2009

Á fundi stjórnar SASS, sem haldinn var í dag 11. september, var fjallað um ummæli tveggja þingmanna  í garð sveitarstjórnarmanna   á Suðurlandi vegna aðkomu þeirra að skipulagsmálum virkjana sem fyrirhugað er að byggja .  Eftirfarandi bókun var af þessu tilefni samþykkt samhljóða: ,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harma þau ummæli sem fallið hafa í garð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi vegna

11. september 2009

426. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 11. september 2009 kl. 14.00 Mætt: Sveinn Pálsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Elliði Vignisson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Ingi Jóhannsson og varamaður hans boðuðu forföll. Dagskrá 1. Fundargerðir velferðarnefndar SASS frá 18. ágúst og 1. september

1. september 2009

Stofnfundur hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun.   Í undirbúningi er stofnun hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málhömlun. Í undirbúnings -hópnum eru 10 manns, þar af 6 af Suðurlandi. Þetta er hópur vaskra foreldra ásamt þremur talmeinafræðingum sem láta sig velferð barna með málþroskaröskun varða og eru

24. ágúst 2009

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun  fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í annað sinn nú í haust. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir,  kennarar; einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög

14. ágúst 2009

Á fundi stjórnar SASS í dag,   14. ágúst, var fjallað um forgangsröðun vegaframkvæmda vegna hugsanlegrar fjármögnunar lífeyrissjóða. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: ,,Stjórn SASS  ítrekar afstöðu samtakanna um nauðsyn tvöföldunar Suðurlandsvegar á milli Selfoss og Reykjavíkur.  Við forgangsröðun framkvæmda í vegagerð hlýtur tvöföldun  Suðurlandsvegar að  vera í fyrsta sæti.  Kemur þar margt til.  Í fyrsta lagi

14. ágúst 2009

425. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 14. ágúst 2009 kl. 12.00 Mætt: Sveinn Pálsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Reynir Arnarson (í símasambandi) og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson boðaði forföll. Dagskrá 1. Fundargerð samgöngunefndar frá 13. ágúst. Fundargerðin staðfest. 2. Fundur formanna og

5. ágúst 2009

Laugardaginn 8. ágúst nk. verður hinn árlegi markaðsdagur Sólheima þar sem kynning og sala á lífrænt rækuðu grænmeti frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum verður til sölu ásamt ýmsu lífrænu góðgæti frá Engi, Hæðarenda og fleirum. Nærandi, hin nýja brauð- og matvinnsla Sólheima, mun einnig bjóða upp á nýbakað, lífrænt brauð og annað góðgæti. Markaðurinn er

24. júní 2009

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í Hveragerði dagana 26. – 28. júní 2009.  Þá munu Hvergerðingar bjóða landsmönnum öllum til veglegrar veislu í samvinnu við öll fagfélög græna geirans á Íslandi.  Er þetta í fyrsta sinn sem haldin er sameiginleg sýning allra þessara aðila.  Þrátt fyrir að um frumraun hér á landi