fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag.
Þetta er í annað sinn sem Menntaverðlaunin eru afhent, en fyrir árið 2008 féllu þau í skaut Fræðslunets Suðurlands.

Við sömu athöfn verður veittur styrkur úr Vísinda-og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands. Markmið Vísinda-og rannsóknarsjóðsins er að styrkja stúdenta, sem eru að vinna að lokaprófsverkefni, til rannsóknarstarfa á Suðurandi.
Gabriel N. Wetang´ula fékk styrkinn fyrir árið 2008 fyrir verkefnið „Hefur loftborin mengun frá jarðvarmavirkjunum áhrif á lífríki ferskvatns?“ (doktorsverkefni við HÍ)