Arion banki hefur tekið saman skýrslu um þróun í ferðaiðnaðinum og þar kemur margt athyglisvert í ljós og áhugasömum bent á að skoða skýrsluna á þessari vefslóð Hér má sjá þrróun í fjölda og komutíma
Þórarinn Egill Sveinsson, verkefnisstjóri/ráðgjafi hjá SASS verður með viðtalstíma á Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarstofu miðvikudaginn 1. október frá kl. 9,00 – 16,00 og á Höfn í Hornafirði í Nýheimum fimmtudaginn 2.október frá kl 9,00 – 16,00. Þá er einnig hægt að hafa samband við ráðgjafa SASS hvenær sem er og eru netföng og símanúmer þeirra hér
Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að Sveitarfélagið Ölfus eignist 9% hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar gegn greiðslu sama hlutfalls í uppreiknuðu endurstofnverði leikskólans Óskalands. Börn á leikskólaaldri með lögheimili í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss njóti í kjölfarið sama aðgengis að leikskólum í Hveragerðisbæ og börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Ölfus mun greiða rekstrarkostnað leikskólanna í hlutfalli við
Almannavarnanefnd Árnessýslu fundaði 18. september með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul, en líkur eru á gosmengun um allt Suðurland. Nefndin sendir frá sér meðfylgjandi tilkynningu, sem dreift verður í öll hús í sýslunni, þar sem íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum.
Meðfylgjandi er frétt af heimasíðu www.skeidgnup.is Ágætu íbúar. Hér eru heimasíður sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvers konar áhrif gosið í Holuhrauni getur haft á heilsu fólks, skepnur og svo eru almennar upplýsingar ásamt gasdreifispá. Góð fræðsla og upplýsingastreymi dregur úr áhyggjum, eykur öryggi og gerir okkur kleift að bregðast réttar við ef
Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfiviku eða Move Week dagana 29. september til 5. október 2014. Áhugasamir sem vilja setja upp viðburð tengda heilsu og hreyfingu geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar, bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. Allir viðburðir verða skráðir niður og auglýstir svo sem flestir geti tekið þátt. Markmiðið er
haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 12.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Unnur Þormóðsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Sæmundur Helgason, Anna Björg Níelsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórarinn E. Sveinsson ráðgjafi sem skrifaði fundargerð. Páll Marvin Jónsson var tilbúinn við síma, en ekki var fundarsími á fundarstað. Sandra Dís Hafþórsdóttir og
Fyrsta skóflustungan af nýrri viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu var tekin í gær af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, Drífu Hjartardóttur, formanni stjórnar Lundar, Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, Rangárþings ytra, Björgvini Sigurðssyni, sveitarstjóra Ásahrepps og Margréti Ýr Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Á undan var skrifað undir samning um framkvæmdina. Byggingin verður um 640 fermetrar að stærð og mun
SASS stendur fyrir námskeiði fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónustu Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni tripadvisor.com og facebook.com ofl. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum: Hverjar eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki? Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar? Hvernig finn ég tíma til að sinna
483. fundur stjórnar SASS var haldinn í Þorlákshöfn miðvikudaginn 10. september. Þar upplýsti formaður stjórnar SASS, að Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, hefði sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum 1. desember nk. Stjórnin samþykkti að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með 1. desember.