fbpx

Markmið

Greina sóknarfæri í atvinnu- og íbúaþróun á Suðurlandi
Auka fjölbreytni í atvinnulífi
Skapa aukin verðmæti á Suðurlandi
Lágmarka umhverfisáhrif með nýsköpun

Verkefnislýsing

Kortleggja jákvæð efnahagsleg og umhverfisleg áhrif af uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn á íbúa- og atvinnuþróun á Suðurlandi.
Kortleggja sóknarfæri sunnlenskra fyrirtækja og nýsköpun tengt stækkun hafnar Þorlákshafnar. Verkefnið er fyrsti þáttur í stærra verkefni.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Frekari uppbygging í kringum höfnina í Þorlákshöfn passar vel við þá framtíðarsýn sem talað er um í Sóknaráætlun fyrir Suðurland. Í fyrsta lagi mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem líkur eru á að störfum muni fjölga mikið og verða fjölbreyttari. Slíkt mun laða að fleiri íbúa sem og gesti vegna haftengdrar ferðaþjónustu. Atvinnusköpun í kringum höfnina hefur jákvæð umhverfisáhrif fyrir landið í heild þar sem siglingaleiðin frá Evrópu styttist mikið. Samhliða því mun kolefnisspor vegna farm- og fólksflutninga minnka umtalsvert. Þetta á því vel við það leiðarljós sem fram kemur í sóknaráætluninni þar sem talað er um gæði, hreinleika, umhverfisvitund og jákvæða samfélagsþróun.

  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Niðurstaða um tækifæri sem geti leitt til frekari verkefna.

Núverandi staða verkefnis:

Frekari uppbygging í kringum höfnina í Þorlákshöfn passar vel við þá framtíðarsýn sem talað er um í Sóknaráætlun Suðurlands og mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem líkur eru á að fjölbreytileiki og fjölda starfa muni fjölga mikið. Slíkt mun laða að fleiri íbúa sem og gesti vegna haftengdrar ferðaþjónustu. Atvinnusköpun í kringum höfnina hefur jákvæð umhverfisáhrif fyrir landið í heild þar sem siglingaleiðin frá Evrópu styttist mikið. Samhliða því mun kolefnisspor vegna farm- og fólksflutninga minnka umtalsvert. Verkefni þetta uppfyllir því allar þær kröfur sóknaráætlunar um gæði, hreinleika, umhverfisvitund og jákvæða samfélagsþróun. Verkefnið miðar fyrst og fremst að því að kortleggja jákvæð efnahagsleg og umhverfisleg áhrif af uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn á íbúa- og atvinnuþróun á Suðurlandi. Sem og að kortleggja sóknarfæri sunnlenskra fyrirtækja og nýsköpun tengt stækkun hafnar Þorlákshafnar. Verkefnið er fyrsti þáttur í stærra verkefni en markmiðin eru skýr, þau eru að greina sóknarfæri í atvinnu- og íbúaþróun á Suðurlandi; auka fjölbreytni í atvinnulífi; skapa aukin verðmæti á Suðurlandi og lágmarka umhverfisáhrif með nýsköpun. Verkefnið er enn í vinnslu.


Verkefnastjóri
Grétar Ingi Erlendsson hjá sveitarfélaginu Ölfusi.
Framkvæmdaraðili
Sveitarfélagið Ölfus
Samstarfsaðili
Helstu hagsmunaaðilar
Heildarkostnaður
4.500.000
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.500.000
Ár
2019
Tímarammi
Janúar-apríl 2019
Árangursmælikvarði/ar
Að til verði greining á áhrifum uppbyggingar hafnarinnar í Þorlákshöfn
Staða
Lokið

Skýrsla: Ferjuhöfnin Þorlákshöfn

Hér má ná í skýrsluna á .pdf