fbpx

Markmið

Að skapa grundvöll fyrir starfsemi klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

SASS styður við Sinfóníuhljómsveit Suðurlands með því að styrkja hljómsveitina til að halda tónleika í grunnskólum á Suðurlandi. Með þessu vill SASS auðga menningarlíf á Suðurlandi. Einnig vill SASS með samningi þessum skjóta frekari rótum undir starfsumhverfi tónlistarmanna á Suðurlandi og efla samskipti og samvinnu þeirra sem starfa að tónlist á Suðurlandi. Verkefnið bætir ímynd Suðurlands og sjálfsmynd íbúa Suðurlands og fjölbreytn í störfum á Suðurlandi. 

Málaflokkur

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Verkefnið hefur það að markmiði að halda skólatónleika fyrir grunnskólanemendur í sem flestum grunnskólum á Suðurlandi. Viðmið samningsins er að það verði skólatónleikar í 3 daga, 2-3 tónleikar á dag.

Verkefnið tengist markmiði SASS um að auka fjármagn til menningarmála um 10% frá 2020-2025 og að hamingja Sunnlendinga aukist um 5% á sama tímabili, auk þess að jákvætt viðhorf íbúa til menningar á svæðinu aukist einnig um 5% á sama tíma. Einnig tengist verkefnið því markmiði SASS að auka hlutdeild skapandi greina og hátækni í veltu atvinnulífsins um 10% 2020-2025. 

Lokaafurð

Skólatónleikar fyrir grunnskóla á Suðurlandi. 


Framkvæmdaraðili
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands 
Samstarfsaðilar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og grunnskólar á Suðurlandi 
Heildarkostnaður
3.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst í upphafi árs 2023 og verði lokið 31. desember 2023.
Staða
Í vinnslu
Númer
223001