fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að vinna að stöðumati og stillögum til úrbóta á sviði framhaldsmennturnar á Suðurlandi með sérstakri áherslu á erlenda ríkisborgara og íslenskukennslu.

Verkefnislýsing

Skipaður verður starfshópur á vegum SASS um eflingu framhaldsmenntunar á Suðurlandi með áherslu á aukið framboð og þjónustu við erlenda ríkisborgara. Unnið verður að greiningu á núverandi stöðu, tækifærum til frekara samstarfs við innlenda og erlenda háskóla ásamt greiningum á möguleikum erlendra ríkisborgara á Íslandi til að fá nám sitt meðtið hér á landi, aðgengi að frekara námi og stöðu íslenskurkennslu í landshlutanum. Þrátt fyrir mikla fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi og þá sérstaklega á Suðurlandi, fengust einungis 11,4 m.kr. til íslenskukennslu fyrir útlendinga úr opinberum sjóðum á árinu 2022. 

Verkefnið er að hlutatil framhald annars verkefnis þar sem leitast var við að fá niðurstöðu um áhuga ungs fólks á frekara námi, aðstöðu til náms auk almennrar hvatningar til náms á Suðurlandi. Kortlagningu framboðs má skoða hér: https://hfsu.is/menntahvot/ 

Kallaðir verða að verkefninu fræðsluaðilar auk annara hagaaðila og út frá þeim upplýsingum og greiningum sem liggja fyrir verður lagt mat á þörf á frekari greiningum, s.s. kannanir meðal erlendra ríkisborgara. Einnig verða skoðaðir möguleikar með samlegð við aðrar kannanir, s.s. íbúakönnun landshlutanna.

Málaflokkur 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Aukið framboð náms á Suðurlandi og aukin ánægja erlendra ríkisborgara (Markmið Sóknaráætlunar Suðurlands og niðurstöður íbúakönnunar).

Lokaafurð

Að stöðumat og tillögur til úrbóta liggji fyrir og það fyrir ársþing SASS á haustmánuðum 2023. Tillögur til úrbóta geta þá legið fyrir ápyr en kemru til ákvarðana um áhersluverkefni á árinu 2024.


Framkvæmdaraðili
SASS og Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðilar
Sí og endurmenntunaraðilar, Háskólar á Íslandi, verkefnastjóri fjölmenningar og aðrir hagaðilar.
Heildarkostnaður
3.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst mars/apríl og verður lokið 31. desember 2023.
Númer
203007