fbpx

Markmið

Að hanna og setja fram nýja ferðaleið á Suðurlandi. Með það að markmiði að þétta net ferðaleiða á Suðurlandi til að stýra og hægja á gestum svæðisins og um leið er verið að draga fram einkenni og fræða gesti. 

Verkefnislýsing

Um er að ræða framhald af áhersluverkefni um Eldfjallaleiðina sem styrkt var á árinu 2022. Verkefnið snýr að því að bæta við þá flóru ferðaleiða sem eru til staðar á Suðurlandi með því að búa til nýja ferðaleið, Eldfjallaleiðina og þar með hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni landshlutans. Með Eldfjallaleiðinni er eldvirkni dregin fram sem eitt af megin einkennum Suðurlands sem svo tengir saman alla suðurströnd landsins frá vestri til austurs. 

Verkþáttur 3: Sköpun og öflun efnis fyrir helstu miðla: Vef, samfélagsmiðla og Upplifðu.is. Myndefni verður valið og framleitt úrfrá markaðsstaðfærslu leiðarinnar, með áherlsu á Lífsglaða heimsborgarann, markhóp sem er vænlegur fyrir þróun sunnlenskrar ferðaþjónustu. Í textavinnu felst skrif á leiðarlýsingum, yfirskriftum og kynningartextum sem tala til markhópsins. Í framhaldi fer fram nauðsynleg vefþróun en leiðin verður framsett á vefnum South.is / Suðurland.is og Vistireykjanes.is.

Verkþáttur 4: Kynningaráætlun framfylgt með kynningu á samfélagsmiðlum, ferðasýningum, ferðavinnustofum og vefmiðlum. 

Málaflokkur

Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Ávinning af verkefninu má mæla með því að vakta tölur Ferðamálastofu um hlutfall þeirra sem gista a.m.k. eina nótt inni á landshlutanum; sem og meðal dvalarlengd ferðamanna í landshlutanum. Nái verkefnið mælanlegum árangri mun meðal dvalarlengd ferðamanna í landshlutanum lengjast og hlutfall þeirra sem gista a.m.k. eina nótt í landshlutanum að hækka. Í Júní 2021- Júní 2022 komu 65-85% erlendra ferðamanna á Íslandi inn á Suðurland en af aðeins 34-64% gistu yfir nótt í landshlutanum. Af tölum Ferðamálastofu má ætla að um 20% erlendra ferðamanna hafi komið á Suðurland í dagsferðum frá Reykjavík.

Lokaafurð

Tilbúin og kynnt ný ferðaleið á Suðurlandi. 


Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands 
Samstarfsaðilar
Verkefnið byggir á virku samstarfi milli sveitarfélaga, Kötlu UNESCO jarðvangs, Ríkis Vatnajökuls, þjóðgarðanna og rekstaraðila tengdum ferðaþjónustu á leiðinni. Markaðsstofan leiðir þá vinnu og byggir þar á reynslu, þekkingu og verklagi sem varð til þegar að unnið var að kortlagningu, greiningu og vinnslu Vitaleiðarinnar. Með samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness skapast einnig samvinnuvettvangur við Reykjanes UNESCO jarðvang og sveitarfélög á Suðurnesjum. 
Heildarkostnaður
4.816.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hófst á árinu  2022 og verður lokið 31.12.2023
Númer
223002