Jarðgöng til Eyja innan seilingar? Rannsóknarboranir hefjast í vor

Jarðgöng til Eyja innan seilingar? Rannsóknarboranir hefjast í vor

Mikill áhugi var á kynningarfundum Eyjaganga ehf. sem haldnir voru í Höllinni í Vestmannaeyjum í síðustu viku og í Hvolnum á Hvolsvelli s.l. þriðjudag. Á fundunum kynntu fulltrúar félagsins næstu skref í einu stærsta innviðaverkefni Suðurlands: 18 kílómetra löng jarðgöng sem gætu tengt Eyjar við meginlandið innan tíu ára. Haraldur ... Lesa meira
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands: Úthlutað einu sinni á ári í tilraunaskyni

Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands: Úthlutað einu sinni á ári í tilraunaskyni

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja ... Lesa meira
Upptakturinn 2026: Ungir semja, fullorðnir flytja: Upptakturinn 2026 óskar eftir verkum

Upptakturinn 2026: Ungir semja, fullorðnir flytja: Upptakturinn 2026 óskar eftir verkum

Nú er slegið í Upptaktinn á nýjan leik og leitað að hugmyndum frá börnum og ungmennum í 5.–10. bekk sem hafa áhuga á að skapa sína eigin tónlist. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eru stoltur samstarfsaðili verkefnisins og hvetja öll skapandi ungmenni á Suðurlandi til að taka þátt. Upptakturinn er tónsköpunarverkefni sem ... Lesa meira
Samvinna og tengslamyndun í brennidepli á Mannamótum 2026

Samvinna og tengslamyndun í brennidepli á Mannamótum 2026

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, fjölmennasti tengslaviðburður ársins í íslenskri ferðaþjónustu, fór fram í Kórnum í Kópavogi þann 15. janúar síðastliðinn. Sunnlendingar voru áberandi á sýningunni en 77 fyrirtæki af þeim 260 sem tóku þátt voru af Suðurlandi. Gestir Mannamóta voru um 1200 í ár og um 500 manns voru í húsi ... Lesa meira
Landstólpinn 2026

Landstólpinn 2026

Byggðastofnun auglýsir eftir tilnefningum í Landstólpann sem er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins ... Lesa meira
Nýsköpun og ný tengsl: Kynningarátak fyrir sunnlenska frumkvöðla

Nýsköpun og ný tengsl: Kynningarátak fyrir sunnlenska frumkvöðla

KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ blása til opins kynningarfundar mánudaginn 19. janúar á milli kl 11:00 og 13:00 í Fjölheimum á Selfossi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Orkídeu. Viðburðurinn er liður í hringferðinni „Nýsköpun & Ný Tengsl“ þar sem markmiðið er ... Lesa meira
Jarðgöng milli lands og Eyja: Eyjagöng ehf. boða til opinna funda um rannsóknir

Jarðgöng milli lands og Eyja: Eyjagöng ehf. boða til opinna funda um rannsóknir

Nýstofnað félag, Eyjagöng ehf., boðar til opinna kynningarfunda í Vestmannaeyjum og á Hvolsvelli til að kynna rannsóknarverkefni sem snýr að mögulegri jarðgangatengingu milli Vestmannaeyja og meginlandsins. Félagið var stofnað til að leiða ítarlegar jarðrannsóknir á svæðinu, sem taldar eru eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi í áratugi. Tilefni stofnunarinnar er ... Lesa meira
Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025

Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að ... Lesa meira
Suðurland leiðir vöxt heildaratvinnutekna á landsvísu

Suðurland leiðir vöxt heildaratvinnutekna á landsvísu

Ný skýrsla Byggðastofnunar um tekjur einstaklinga eftir svæðum árin 2008–2024 leiðir í ljós að Suðurland hefur sýnt hvað mesta viðspyrnu og vöxt allra landshluta á undanförnum árum. Þrátt fyrir áskoranir í efnahagslífinu sker landshlutinn sig úr með mikilli aukningu heildaratvinnutekna, sem drifin er áfram af öflugu atvinnulífi og fólksfjölgun. Mesti ... Lesa meira
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Stjórn og starfsfólk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga óska Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Um leið og við lítum björtum augum til framtíðar sendum við ykkur okkar bestu óskir um farsæld á komandi ári. Opnunartími um hátíðarnar ... Lesa meira
Practical E-learning Platform Launched for Immigrant Entrepreneurs

Practical E-learning Platform Launched for Immigrant Entrepreneurs

The Directorate of Labour (Vinnumálastofnun), in collaboration with European partners, has launched a new and powerful e-learning platform called New Beginnings. The platform is specifically designed to support individuals of foreign origin who wish to put their business ideas into action, boost their self-confidence, and strengthen their position in the ... Lesa meira
Hagnýtur námsvefur fyrir frumkvöðla af erlendum uppruna opnaður

Hagnýtur námsvefur fyrir frumkvöðla af erlendum uppruna opnaður

Vinnumálastofnun hefur, í samstarfi við evrópska samstarfsaðila, opnað nýjan og öflugan námsvef undir heitinu New Beginnings. Vefurinn er sérstaklega hannaður til að styðja við fólk af erlendum uppruna sem vill hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd, efla sjálfstraust sitt og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ... Lesa meira
Þegar íbúar móta framtíðina: Samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar

Þegar íbúar móta framtíðina: Samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar

Samfélagsfrumkvöðlar á landsbyggðinni hafa haft mikil áhrif á lífið í byggðunum, en hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hver er munurinn á samfélagslegri nýsköpun og annarri tegund af nýsköpun – og hvernig nýtist hún dreifðum byggðum? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fyrsta erindi þessa árs í Forvitnum frumkvöðlum sem ... Lesa meira
Byggðaþróun efld í Skaftárhreppi: Nýr samningur tryggir öflugra starf

Byggðaþróun efld í Skaftárhreppi: Nýr samningur tryggir öflugra starf

Fulltrúar SASS, þær Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri, heimsóttu Skaftárhrepp á dögunum. Tilefni ferðarinnar var meðal annars undirritun nýs samnings um starf byggðaþróunarfulltrúa í sveitarfélaginu, en Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Skaftárhrepps. Um er að ræða samstarfsverkefni SASS og Skaftárhrepps og standa þeir aðilar ... Lesa meira
Hugrekki og hæfileikar í öndvegi á Skjálftanum 2025: Vallaskóli bar sigur úr býtum

Hugrekki og hæfileikar í öndvegi á Skjálftanum 2025: Vallaskóli bar sigur úr býtum

„Það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum ungs fólks á Íslandi.“ Þetta var samdóma álit þeirra sem fylgdust með hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, Skjálftanum 2025, sem fór fram þann 28. nóvember síðast liðinn við hátíðlega athöfn. Þetta var í fimmta sinn sem keppnin er haldin og var uppskeran sannkölluð ... Lesa meira
Stjórnendum í ferðaþjónustu í Uppsveitum boðið til morgunfundar í Vínstofu Friðheima.

Stjórnendum í ferðaþjónustu í Uppsveitum boðið til morgunfundar í Vínstofu Friðheima.

Stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja í uppsveitum Árnessýslu er boðið til skemmtilegs og upplýsandi morgunfundar fimmtudaginn 11. desember næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vínstofu Friðheima og er markmiðið að efla tengslanet, miðla upplýsingum og eiga gott spjall. Boðið nær til stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja í Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áhersla ... Lesa meira
Rödd unga fólksins í öndvegi á ráðstefnu ungmennaráða

Rödd unga fólksins í öndvegi á ráðstefnu ungmennaráða

Föstudaginn 5. desember síðast liðinn, komu fulltrúar ungmennaráða víðs vegar af landinu saman á Hilton Reykjavík Nordica. Tilefnið var vegleg ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga sem haldin var í tengslum við 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar gefst mikilvægt tækifæri til að efla samráð, lýðræði og áhrif ungs fólks á nærsamfélagið ... Lesa meira
42 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

42 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt tillögur fagráða um haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Alls var 42 milljónum króna úthlutað til 49 fjölbreyttra verkefna á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Umsóknir voru margar og fjölbreyttar sem vitnar um mikla grósku og sköpunarkraft í landshlutanum. Uppbyggingarsjóður Suðurlands gegnir lykilhlutverki í að styðja ... Lesa meira
Skjálftinn 2025: Hæfileikaveisla sunnlenskra ungmenna í Þorlákshöfn

Skjálftinn 2025: Hæfileikaveisla sunnlenskra ungmenna í Þorlákshöfn

Næstkomandi laugardag, klukkan 16:00, verður sköpunarkraftinum sleppt lausum í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn þegar hæfileikakeppnin Skjálftinn fer fram í fimmta sinn. Keppnin, sem er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni á Suðurlandi til að koma listsköpun sinni á framfæri. Skjálftinn er ... Lesa meira
Laust starf byggðaþróunarfulltrúa

Laust starf byggðaþróunarfulltrúa

Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa. Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin tvö og Samtök sunnlenskra ... Lesa meira