fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi fimmtudaginn 29 nóvember 2012, kl. 12.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson (í síma), Haukur Kristjánsson (í síma), Jóhannes Gissurarson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir (í síma), Reynir Arnarson, Sandra Hafþórsdóttir og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð. Gestur fundarins: Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri AÞS.

Fundargerð var færð í tölvu.

Dagskrá:

 1. Fundargerð aðalfundar SASS frá 19. október sl.
Til kynningar.

 2. Sameining SASS og AÞS
a. Steingerður skýrði frá starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins og lagði áherslu á því starfi yrði haldið áfram innan SASS. Hún lagði einnig áherslu á að þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki verði tryggð eins og verið hefur.
b. Bréf Hveragerðisbæjar dags.10. nóvember 2012.
Í bréfinu er því beint til stjórnar SASS að á aukaaðalfundi 14. desember nk. verði lögð fram tillaga á samþykktum SASS þar sem gert verði ráð fyrir
9 manna stjórn samtakanna.
c. Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands, dags. 26. nóvember 2012, þar sem fram kemur að félagið telur að með samruna Atvinnuþróunarfélags Suðurlands við SASS um næstu áramót falli þjónustusamningur félaganna úr gildi frá sama tíma.
d. Samþykktir og skipurit.
Stjórn samþykkir að leggja fram tillögu á aukaaðalfundi SASS 14. desember nk. um að stjórn SASS verði skipuð 9 fulltrúum frá og með næstu áramótum. Stjórnarmenn komi frá eftirfarandi svæðum; 5 frá Árnessýslu, 1 úr Rangárvallasýslu, 1 frá Vestmannaeyjabæ, 1 úr Vestur Skaftafellssýslu og 1 frá Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lögð fram tillaga að skipuriti SASS. Afgreiðslu frestað.
e. Samþykkt að auglýsa eftir tveimur atvinnuráðgjöfum frá og með næstu áramótum. Annar þeirra hafi aðsetur á Hornafirði en hinn á Selfossi.

 3. Fjárhagsáætlun 2013.
Tillaga að fjárhagsáætlunin samþykkt með lítils háttar breytingum.
Tillögur að fjárhagsáætlunum Menningarráðs og almenningssamgangna samþykktar.

 4. Aukaaðalfundur SASS 14. desember 2012
Samþykkt að fundurinn verði á Hótel Selfossi og hefjist kl. 9.00.

 5. Almenningssamgöngur
a. Yfirlit yfir rekstur janúar – október.
Samkvæmt rekstraryfirlitinu er reksturinn réttu megin við strikið.
b. Viðauki við samning við Vegagerðina vegna viðbótarakstursaksturs til Þorlákshafnar 2012 – drög.
Samkvæmt samningsdrögunum mun Vegagerðin greiða 95% af kostnaði við þennan akstur. Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn.
c. Drög að samningi við Vegagerðina til að efla og þróa skipulag almenningssamgangna milli byggðakjarna og tengingu við höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt samningsdrögunum fá samtökin 29 mkr. til eflingar almenningssamgangana. Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn.
d. Breytingar á leiðakerfi.
Samþykkt að frá og með áramótum verði fastar ferðir til Hornafjarðar þrisvar í viku í stað upphringiferða, jafnframt verði kannaðir möguleikar á breyttum tímasetningum þeirra ferða. Þá var samþykkt að kanna möguleika á að koma á ferðum til og frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
e. Bréf Óskars Sigurðssonar hrl. lögfræðings SASS , dags. 14. nóvember, til Samkeppnisstofnunar.
Til kynningar.

 6. Fundargerðir framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar frá 8. og 20. nóvember sl.
Til kynningar. Framkvæmdastjóri greindi einnig frá vinnu verkefnishópanna þriggja sem vinna að stefnumótun um atvinnumál, menningarmál og menntamál. Stefnt er að sóknaráætlun verði tilbúin 25. janúar nk. Einnig lögð fram samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 27. nóvember sl. um skiptingu 400 milljóna króna til sóknaráætlana landshluta. Í hlut Suðurlands koma 52,9 millj. króna.

 7. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 7. nóvember 2012, varðandi framlög vegna vinnu við sóknaráætlanir. Til kynningar.

 8. Framlag Byggðastofnunar til SASS 2013
a. Bréf Byggðastofnunar, dags. 8. nóvember 2012.
b. Bréf SASS og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, dags. 23. nóvember 2012, til stjórnar Byggðastofnunar.
Fyrir stjórn Byggðastofnunar liggur sú beiðni að framlög verði aukin á næsta ári vegna þátttöku Hornafjarðar í atvinnuþróunarstarfi frá og með næstu áramótum. Formaður, framkvæmdastjóri og fulltrúi Hornafjarðar í stjórn SASS funduðu með stjórn Byggðastofnunar 23. nóvember sl. um málið. Stjórn stofnunarinnar mun taka afstöðu til málsins á næsta fundi sínum í desember nk.

Fundi slitið kl. 14.25.