fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi  föstudaginn 10. ágúst 2012, kl. 12.00

Mætt:  Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir,  Reynir Arnarson ( í síma), Gunnlaugur Grettisson, Ari B. Thorarensen  og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 1. Almenningssamgöngur.

a)  Yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna fyrstu sex mánuði ársins.

Lagt fram til kynningar.           Óskað er eftir að Strætó bs. leggi  fram yfirlit um fjölda farþega  og sætanýtingu um leið og fjárhagstölur hvers mánaðar eru lagðar fram.

b)  Samningur við Hópbíla um viðbótarakstur.

Stjórn SASS samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur formanni að undirrita hann.

c)  Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 7. maí 2012, varðandi niðurgreiðslu á strætókortum fyrir námsmenn.

Til kynningar.

d)  Bréf frá Rangárþingi eystra, dags. 11. maí 2012, varðandi viðbótarkostnað vegna almenningssamgangna.

Til kynningarSveitarfélagið samþykkir kostnaðarþátttöku í verkefninu.

e)  Fundargerð fundar í innanríkisráðuneytinu 3. maí 2012 um skörun ferðaþjónustu og almenningssamgangna á svæði SASS.

Til kynningar.

f)  Samkomulag vegna ,,Iceland on your own“ ferðaþjónustu Reykjavík Excursions, dags. 1. júní 2012.

Samkomulagið staðfest.

g)  Kæra félags hópferðaleyfishafa á hendur SASS og Fjölbrautaskóla Suðurlands, dags. 11. júní 2012, og úrskurður kærunefndar útboðsmála dags. 29. júní 2012.

Til kynningar.  Kærunefndin hafnaði kröfum á hendur SASS.

h)  Fundargerð fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Strætó bs. frá 29. júní sl.

i)  Bréf Vegagerðarinnar, dags. 5. júlí 2012, vegna kvörtunar SASS á brotum gagnvart einkaleyfi SASS til almenningssamgangna og afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Sternu vegna sama máls, dags. 5. júlí 2012.

Stjórn SASS óskar eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi forgöngu um það að ákvæði um einkarétt sveitarfélaga til almenningssamgangna í  lögum um  fólksflutninga verði gerð skýrari og jafnframt að Vegagerðin fái raunhæf  úrræði til að stöðva brot á þeim ákvæðum laganna.

j)  Greiðsluáskorun Nordik lögfræðiþjónustu fyrir hönd Hópferðamiðstöðvarinnar á hendur SASS, dags. 23. júlí 2012 og svarbréf  JP lögmanna fyrir hönd SASS, dags. 31. júlí 2012.

Til kynningar.

k)  Samningur á milli SASS og Fjölbrautaskóla Suðurlands um skólaakstur, dags. 14. maí 2012.

Samningurinn staðfestur.

l)  Samkomulag Vegagerðarinnar og SASS dags. 15. maí 2012, um breytingar á verðbótaákvæðum samnings sömu aðila frá júlí 2011.

Samkomulagið staðfest.

m)  Samningur SASS og Sveitarfélagsins Árborgar um Árborgarstrætó, dags.15. júní 2012.

Samingurinn staðfestur.

 2.Sóknaráætlun.

a.Fundargerð  framkvæmdaráðs sóknaráætlunar frá 10. maí sl.

  1. Fundargerð stýrihóps  frá 30. maí sl.
  2. Drög að leiðbeiningum fyrir landshlutasamtök sveitarfélaga
  3. Samþykkt ríkisstjórnar um sameiginlegan skilning Stjórnarráðsins að útfærslu sóknaráætlana landshluta árin 2012 – 2020
  4. Ýmislegt efni tengt sóknaráætlun

Til kynningar.

 3. Fundargerð landshlutasamtaka sveitarfélaga frá  14. júní sl.

Til kynningar.

 4. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12. júní 2012 vegna kostnaðar landshlutasamtaka af vinnu við sóknaráætlun og svarbréf SASS, dags. 31. júlí 2012.

Til kynningar.

 5. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 18. júní  2012, varðandi formleg samskipti nefndarinnar við sveitarstjórnarstigið.

Stjórn SASS styður þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu að endurskoða þurfi formleg samskipti nefndarinnar við sveitarfélögin vegna fjárlagagerðarinnar.

 6. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 15. júní 2012, varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 – 2024.

Stjórn SASS tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sorpstöðvar Suðurlands en óskar eftir  ábendingum þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands.

 7. Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands og Háskólafélagi Suðurlands, dags.

14. maí 2012, þar sem óskað er áframhaldandi samstarfs um Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands.

Samþykkt að styðja Vísinda- og rannsóknarsjóðinn með sambærilegum hætti og verið hefur.

 8. Fundargerð 4. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands frá 4. júní sl.

Til kynningar.

 9. Yfirlit yfir stofn- og rekstrarstyrki 2012 frá menningarráði Suðurlands.

Til kynningar.

10. Viðauki við samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu, dags. 27. janúar 2012.

Til kynningar.

11. Afrit af bréfi Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 27. apríl 2012, með áskorun til þingmanna Suðurkjördæmis vegna stórskipahafnar  í Þorlákshöfn.

Stjórn SASS tekur eindregið undir áskorun sveitarfélagsins og vísar jafnframt til fyrri ályktana SASS um mikilvægi stórskipahafnar í Þorlákshöfn.

12. Ályktun framkvæmdanefndar Þjórsársveita vegna rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða frá 12. apríl sl.

Stjórn SASS tekur heilshugar undir ályktun framkvæmdanefndarinnar sem er í samræmi við afstöðu samtakanna og hvetur Alþingi til að samþykkja tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun óbreytta.

13.  Fundargerðir o.fl.  frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Til kynningar

14. Fundargerðir frá landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 14.00