fbpx

404. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56, miðvikudaginn 6. júní 2007 kl. 16.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Margrét K.  Erlingsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir,  Þórunn Jóna Hauksdóttir og Þorvarður Hjaltason  framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.   Gestur fundarins:  Ólafur Áki Ragnarsson.

Dagskrá

 

 1. 1. Samningaviðræður um orkufrekan iðnað í Þorlákshöfn

Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss gerði grein fyrir viðræðum við forráðamenn  fyrirtækjanna Altech annars vegar og Alcan hins vegar um hugsanlega atvinnuuppyggingu í Þorlákshöfn.

 

 1. 2. Fundargerðir Menningarráðs Suðurlands frá 15. maí og 1. júní sl. og 6. júní.

Jóna Sigurbjartsdóttir formaður ráðsins gerði grein fyrir störfum þess.   Menningarráðið hefur nú gengið frá samþykktum og starfslýsingu menningarfulltrúa sem ætlunin er að ráða á næstunni.  Stjórn SASS lýsir yfir ánægju með nýgerðan menningarsamning og öflugt upphaf á starfsemi ráðsins.

 

 1. 3. Fundargerð fagráðs Sérdeildar Suðurlands, Vallaskóla, frá 16. apríl sl.

Lögð fram.

 

 1. 4. Rekstur Gaulverjaskóla
  1. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 14. maí 2007, vegna framlags ríkis til Gaulverjaskóla.
  2. Afrit af bréfi Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 2. maí 2007, þar sem óskað er viðbótarfjármagns vegna ársins 2007.

Vegna liðar  a. kom fram að staðfest hefur verið af hálfu fjármálaráðuneytisins að gerð hefur verið tillaga um um framlag vegna ársins 2006 á aukafjárlögum 2007.  Samþykkt að óska eftir því að fá framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu Suðurlands á næsta fund stjórnar til að segja frá starfsemi skólans.

 

 1. 5. Bréf frá Ólöfu I. Sigurbjartsdóttur, dags. 9. maí 2007, þar sem óskað er styrks vegna lokaverkefnis í meistaranámi.

Styrkbeiðninni hafnað.

 

 1. 6. Bréf frá Landsvirkjun, dags.  7. maí 2007.

Í bréfinu  er tilkynnt að árlegir samráðsfundir fyrirtækisins hafa verið aflagðir.

 

 

 1. 7. Afrit af bréfum Umhverfisráðuneytisins, dags. 8. maí 2007, vegna skipunar fulltrúa í samvinnunefnd miðhálendisins.

Af Suðurlandi var Valtýr Valtýsson skipaður sem aðalmaður og Margrét Sigurðardóttir sem varamaður.

 

 1. 8. Efni til kynningar
  1. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 27. apríl sl.
  2. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu frá 25. apríl sl.
  3. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 23. maí sl.
  4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl sl.

 

Næsti fundur ákveðinn 15. ágúst nk.

Fundi slitið kl. 17.35

 

Gunnar Þorgeirsson

Margrét K. Erlingsdóttir

Jóna Sigurbjartsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir

Þórunn Jóna Hauksdóttir

Aldís Hafsteinsdóttir

Þorvarður Hjaltason