fbpx

378. stjórnarfundur SASS

haldinn í húsnæði Fræðslunets Suðurlands við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi föstudaginn

1. október, kl. 14.00.

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, Margrét K. Erlingsdóttir, Sveinn Pálsson, Þorvaldur Guðmundson, Þorsteinn Hjartarson, Sigurður Bjarnason, Elliði Vignisson og Guðrún Erlingsdóttir í gegnum fjarfundarbúnað og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Sigurbjartur Pálsson boðaði forföll.

Áður en fundur hófst bauð Jón Hjartarson framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands stjórn SASS velkomna í ný húsakynni netsins og greindi stuttlega frá starfsemi stofnunarinnar.

Dagskrá:

Fundargerð Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 22. sept. sl.

Stjórn beinir því til skólaskrifstofunnar að halda námskeið fyrir kennara þannig að hægt verði að sinna lestrarskimunum úti í grunnskólunum.

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 7. sept. sl.

Til kynningar.

Fundargerðir samgöngunefndar SASS frá 8. og 29. sept. sl.

Stjórn SASS ítrekar fyrri samþykkt sína frá 13. september sl. um nauðsyn mislægra gatnamóta við mót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar.

Fundargerðir heilbrigðismálahóps frá 9. og 19. sept. sl.

Til kynningar.

Tillaga starfshóps um endurskoðun á samstarfi sunnlenskra sveitarfélaga.

Lögð fram. Gunnar Þorgeirsson gerði grein fyrir tillögunni og óskaði eftir athugasemdum frá stjórnarmönnum fyrir 10. október nk.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Tillaga starfshóps um endurskoðun á lögum SASS.

Lögð fram. Gunnar Þorgeirsson gerði grein fyrir tillögunni.

Athugasemdir frá stjórnarmönnum berist fyrir 10. október nk.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fjárhagsáætlun 2005.

Drög lögð fram.

Afgeiðslu frestað til næsta fundar.

Aðalfundur SASS – dagskrá.

Dagskráin rædd.

Efni til kynningar:

a. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 17. sept. sl.

b. Afrit af bréfi Sveitarfélagsins Árborgar til Vegagerðarinnar og af bréfi Sveitarfélagsins Ölfuss til Vegagerðarinnar, dags. 23. september 2004, varðandi samgönguframkvæmdir í Svínahrauni.

c. Viljayfirlýsing félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga vegna átaks um eflingu sveitarstjórnarstigs frá 17. september sl.

Önnur mál.

Fyrstu tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga dreift.

Næstu fundir ákveðinn 20. október nk. kl. 16:00

Fundi slitið kl. 15:35

Gunnar Þorgeirsson

Ágúst Ingi Ólafsson

Þorsteinn Hjartarson

Þorvaldur Guðmundsson

Sveinn Pálsson

Margrét K. Erlingsdóttir

Sigurður Bjarnason

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Þorvarður Hjaltason

Fundi slitið kl. 15:35

Gunnar Þorgeirsson

Ágúst Ingi Ólafsson

Þorsteinn Hjartarson

Þorvaldur Guðmundsson

Sveinn Pálsson

Margrét K. Erlingsdóttir

Sigurður Bjarnason

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Þorvarður Hjaltason