fbpx

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að veita 25% afslátt af leikskólagjöldum frá 1. nóvember 2014. Þá verður frítt fyrir elsta árgang leikskólans. Breytingarnar taka gildi 1. nóvember 2014. Níu börn eru í elsta árganginum og 25% afslátturinn nær til tuttugu og tveggja barna. Leikskólinn, sem heitir Leikholt er staðsettur í Brautarholti. Hann er leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára og heita deildirnar Smáholt og Stórholt.