fbpx

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 50  styrkjum að  upphæð 244.484.625 krónur til ferðamálaverkefna víðsvegar um landið. Fjöldi styrkja kom á Suðurland, eða sem nemur tæplega 171 milljón króna. Hér að neðan má sjá upplýsingar um þau verkefni sem hluti styrki.

Flóahreppur – Urriðafoss, kr. 1.500.000 styrkur til stækkunar bílaplans og lagningar göngustíga. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi og tryggja öryggi ferðamanna.

Fuglavernd – Friðland í Flóa, fyrir fólk og fugla,  endurbætur og uppbygging, kr. 950.000 styrkur til framkvæmda við bílastæði, gerð göngubrúa og uppsetningar á skiltum. Markmið styrkveitingar er að styðja við endurheimt votlendis, uppbyggingu fuglaskoðunarferðamennsku á svæðinu og auka framboð fjölbreyttra möguleika fyrir ferðamenn.

Hrunamannahreppur og landeigendur Jaðri I – Gullfoss aðgengi á austurbakka, kr. 1.400.000 styrkur til úrbóta á göngustígum, gerð merkinga og uppsetningu skilta. Markmið er að tryggja aðgengi ferðamanna en vernda jafnframt fyrir ágangi með upplýsingagjöf og stýringu á umferð.

Hveragerðisbær – Reykjadalur –  aðkoma og bílaplan, kr. 2.000.000 styrkur til deiliskipulags fyrir aðkomu og bílaplan fyrir gönguleiðina inn í Reykjadal. Markmið er að styrkja svæðið til móttöku á þeim fjölmörgu ferðamönnum sem sækja vilja þennan sérstæða stað heim ásamt því að vernda viðkvæma náttúru fyrir ágangi.

Katla jarðvangur Geopark   uppbygging áningastaða, kr. 4.580.000 styrkur til hönnunar og framkvæmda við Fagrafoss, Hólmsárfoss, Þykkvabæjarklaustur, Loftsalahelli og Dyrhólaós, Höfðabrekkuheiði, Steinahelli, Pöstina og aðstöðu við 9 nýja staði í Kötlu jarðvangi  með því markmiði að fjölga áningarstöðum ferðamanna og dreifa álagi.

Kerlingarfjallavinir – Slysavarnir á háhitasvæðum í Kerlingarfjöllum, kr. 1.560.500 styrkur til uppsetninga öryggisgirðinga, smíði á tröppum og uppsetningu aðvörunarskilta við hverina í Neðri Hveradölum og í Hverabotni. Markmið  er að auka öryggi ferðamanna og styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu svæði

Lionsklúbbur Laugardals – Göngustígar í Laugardal, kr. 700.000 styrkur til uppsetningar á upplýsingaskiltum og kaupum á bekkjum og borðum til að styðja við uppbyggingu fyrir ferðamenn á svæðinu.

Minjastofnun Íslands – Stöng í Þjórsárdal: verndun og uppbygging, kr. 10.000.000 styrkur til gerðar göngustíga og áningarstaða við bæinn Stöng í Þjórsárdal.  Tilgangurinn er að bæta aðgengi og vinna gegn sliti af völdum ferðamanna á þessum mikilvæga menningar- og ferðamannastað.

Rangárþing eystra – Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfossm, kr. 8.500.000 styrkur til hönnunar og smíði á járntröppum og palli norðan megin við Seljalandsfoss ásamt enduruppbyggingu og viðgerð á stígnum milli Seljalandsfoss og  Hamragarða/Gljúfrabúa. Markmið er að styrkja svæðið, auka fjölbreytni þess og  verja áfangastaði sem vinsælir eru undan frekari ágang ferðamanna.

Rangárþing eystra – Útsýnispallur og öryggishandrið við miðju Skógafoss, kr. 2.200.000 styrkur til hönnunar og framkvæmdar á útsýnispalli á útsýnissvæði fyrir miðri brekku við Skógafoss. Tilgangurinn  er að sporna við átroðningi, vernda gróður og auka öryggi þeirra ferðamanna sem koma til að skoða fossinn.

Rangárþing ytra – Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar, kr. 10.000.000 styrkur til að halda samkeppni um hönnun og skipulag fyrir Landmannalaugar. Markmið er að vernda viðkvæm svæði og bæta öryggi ferðamanna með skilgreindu skipulagi og stígakerfi.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Gjáin í Þjórsárdal umhverfi og aðgengi, kr. 2.250.000 styrkur til gerðar á vönduðum göngustígum niður í Gjána í Þjórsárdal og um hana, m.a. með tröppum og brúm yfir læki.

Reynisfjara ehf. – Veitinga- og þjónustuhús í Reynisfjöru, kr. 4.000.000 styrkur til uppbyggingar salernisaðstöðu sem opin verður ferðamönnum allan sólarhringinn. Markmið  er að styðja við uppbyggingu á svæðinu auka öryggi ferðamanna, bæta ásýnd og stuðla að bættu umgengni ferðamanna.

Skaftárhreppur – Áningarstaður í Eldhrauni, kr. 10.000.000 styrkur til gerð áningarstaðara með öruggari innkeyrslu, salernisaðstöðu, göngupöllum, útsýnispöllum, áningarborðum og fræðsluskiltum. Ætlunin er að  bæta aðstöðu við viðkvæmt svæði og vernda það þannig fyrir ágangi ferðamanna.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Gjáin í Þjórsárdal umhverfi og aðgengi, kr. 2.250.000 styrkur til gerðar á vönduðum göngustígum niður í Gjána í Þjórsárdal og um hana, m.a. með tröppum og brúm yfir læki.  Bæta á  öryggi, upplifun og  fræðslu ferðamanna ásamt því að verja viðkvæma náttúru í Gjánni.

Þjónustuhús í þjóðskóginum á Laugarvatni, kr. 4.900.000 styrkur til byggingar þjónustuhúss í þjóðskógunum á Laugarvatni.  . Markmið  er að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn og heimafólk, og að auki að dreifa álagi frá fjölsóttustu ferðamannastöðunum

Skógrækt ríkisins – Gönguleiðir og útsýnisstaður við Systrafoss , Kirkjubæjarklaustri, kr. 700.000 styrkur til gerðar útsýnisstaðra við Systrafoss, bæta öryggi á gönguleið og endurnýja þrep.

Sveitarfélagið Hornafjörður – Jöklaleiðin: Gönguleið milli Skálafells og Göngubrúar yfir Hólmsá, kr. 3.100.000 styrkur til undirbúnings og framkvæmda við stikun gönguleiða og uppsetningu upplýsingaskilta fyrir gönguleið milli Kolgrímu og Hólmsár. Markmið  er að stuðla að öryggi ferðamanna og verndun viðkvæmra svæða með upplýsingagjöf og stýringu umferðar.

Sveitarfélagið Ölfus – Reykjadalur 2014, kr. 7.000.000 styrkur til að laga aðgengi að heitum læk, laga stíga og hættur við hveri ásamt því  að koma fyrir snyrtingu og merkingum. Tilgangurinn er að bæta öryggi ferðamanna, aðgengi þeirra að svæðinu og vernda þannig viðkvæma náttúru.

Umhverfisstofnun – Nýr stigi við Gullfoss, kr. 10.065.000 styrkur til að reisa nýjan stiga á milli efra- og neðra svæðis við Gullfoss. Markmið  er að stuðla að öryggi ferðamanna og bæta aðgengi þeirra sem skoða fossinn.

Umhverfisstofnun – Útsýnispallur, auk göngustíga beggja vegna hans við Gullfoss, kr. 8.195.000 styrkur til endurgerða útsýnispalls og gerð göngustíga beggja vegna við hans.

Vatnajökulsþjóðgarður – Uppbygging við Langasjó, kr. 13.250.000 styrkur til að byggja upp áningaraðstöðu fyrir ferðamenn. Styrkurinn er veittur til að byggja upp áningaraðstöðu fyrir ferðamenn og bæta aðstöðu fyrir aukinn fjölda ferðamanna og bæta þannig öryggi þeirra ásamt því að  stuðla að aukinni upplýsingagjöf.

Vatnajökulsþjóðgarður – Kolgríma,  göngubrú, kr. 3.100.000 styrkur til að byggja göngubrú yfir jökulánna Kolgrímu.  Markmið er  að auka öryggi ferðamanna og stuðla að aukinni vetrarferðamennsku á svæðinu.

Vatnajökulsþjóðgarður – Viðbygging í Skaftafelli, kr. 29.700.000 styrkur til viðbyggingar við núverandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að styðja við uppbyggingu á frekari þjónustu ferðamanna á svæðinu og veita möguleika til þess að þjóna betur ferðamannastraumi allan ársins hring.

Vestmannaeyjabær – Blátindur: sýningarsvæði vélbátasögu Vestmannaeyja, kr. 3.000.000 styrkur til framkvæmda við sýningarsvæðið í kringum Blátind; jarðvegsinnu, grjóthleðslur og timburyfirborð. Tilgangur styrkveitingar er að byggja upp áhugaverðan stað og styrkja svæðið sem heilsársferðamannastað.

Vinir Þórsmerkur – Viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu, kr. 2.600.000 til viðhalds og endurbóta á stígum og tröppum. Markmiðið  er að bæta aðgengi , auka öryggi ferðamanna og vernda jafnframt viðkvæma náttúru með stýringu á umferð.

 

Ferdamenn