fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er stofnun þekkingarseturs að Laugarvatni um úrgangsmál, með áherslu á þróun og rekstur úrgangstorgs fyrir sveitarfélög á Íslandi.

Verkefnislýsing

Unnið verður að undirbúning og stofnun þekkingarseturs að Laugarvatni. Í fyrstu verður umgjörð stofnunarinnar ákveðin með hlutaðeigandi samstarfsaðilum. Lagt mat á fjárþörf, fjármögnun og rekstur stofnunarinnar til framtíðar. Unnið að stofnun með mótun að stofnsamþykktum, grunnbúnaðar og ráðningu framkvæmdarstjóra. Skoðuð verður samlegð með öðrum verkefnum í landshlutanum og hvernig tryggja megi sem best starfsemi stofnunarinnar til lengri tíma og sem hluta af samstarfsstofnunum um byggðamál á Suðurlandi.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Eftirfarnandi tengsl við markmið Sóknaráætlunar:

Atvinnulíf

  • Markmið nr. 3. Að fjölga opinberum störfum í landshlutanum um 15% fyrir árið 2025.
  • Markmið nr. 5. Að auka fjármagn til nýsköpunar um 10% fyrir árið 2025.

Umhverfi:

  • Markmið nr. 2. Draga úr losun CO2 um 10% fyrir árið 2025.
  • Markmið nr. 4. Að öll sveitarfélög á Suðurlandi hafi innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tengsl við áherslur Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Við viljum að öll sorpflokkun á Suðurlandi verði samræmd og meirihluti alls heimilisúrgangs verði endurunninn
  • Við viljum styðja við innleiðingu Heimsmarkmiðanna í öllum sveitarfélögum
  • Við viljum breyta viðhorfi Sunnlendinga til úrgangs

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Markmið 9. Nýsköpun og uppbygging.
Markmið 11. Sjálfbærar borgir og samfélög.
Markmið 12. Ábyrg neysla og framleiðsla.
Markmið 13. Aðgerðir í loftlagsmálum.
Markmið 15. Líf á landi.
Markmið 17. Samvinna um markmiðin.

Árangursmælikvarðar

Starfsemi þekkingarseturs að Laugarvatni sé hafin.

Lokaafurð

Að stofnað hafi verið þekkingarsetur að Laugarvatni. Að fyrir liggji upplýsingar um stofnendur, samþykktir, rekstraráætlun, starfsáætlun og rekstur sé hafinn. Megin ávinningur samfélagsins er að til verði greinargóðar og uppfærðar upplýsingar um tölfræði úrgangsmála á Íslandi. Verður það gert með söfnun og miðlun upplýsinga á úrgangstorgi. Úrgangstorgið mun auðvelda og styðja við stefnumörkun í úrgangsmálum, s.s. við hagræðingu, yfirlit, markmiðasetningu og árangursmat.


Verkefnastjóri
Elísabet Björney Lárusdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Háskóli Íslands, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Bláskógarbyggð og Umhverfisráðuneyti
Heildarkostnaður
7.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
7.000.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
1. september – 31. desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213010


Staða verkefnis í ágúst 2021

Samkomulag um fjárstuðning til stofnunar þekkingarseturs á Laugavatni hefur verið undirritað á milli SASS og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Tilgangur þekkingarsetursins er að aðstoða sveitarfélög að innleiða hringrásarhagkerfi í úrgangsmálum með megináherslu á endurnýtingu og þar með að draga úr urðun heimilisúrgangs. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 kr.

Í samkomulaginu segir að markmiðið sé að leiða saman sveitarfélög, atvinnulíf og háskóla til að vinna að samfélagslegri uppbyggingu, sem byggi á stoðum fræðimennsku, hagkvæmni einkaframtaksins og vilja til að gera enn betur.

Þekkingarsetrið mun aðstoða sveitarfélög við að halda utan um málaflokkinn og laga sig að nútímalegri úrgangsstjórnun. Það mun einnig birta upplýsingar um þjónustugjöld og raunkostnað við afsetningu úrgangs í öllum sveitarfélögum og koma á samræmingu á úrgangsgögnum frá mismunandi þjónustuaðilum.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður SASS og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrita samkomulagið