fbpx

Markmið

Markmiðið með Umhverfis Suðurland er að fræða og miðla upplýsingum um umhverfismál til Sunnlendinga og hvetja til umhverfismeðvitaðra ákvarðana í daglegu lífi ásamt því að vinna að og þróa sérverkefni tengd umhverfismálum fyrir landshlutann.

Verkefnislýsing

Fast verkefni Umhverfis Suðurlands er að stuðla að fræðslu og vitundavakningu íbúa með það að markmiði að auðvelda þær breytingar sem íbúar munu koma til með að þurfa að fara í í tengslum við breyttar neysluvenjur, betri sorpflokkun o.fl. tengt umhverfismálum.

Á árinu 2021 verður lögð höfuð áhersla á að halda merkjum Umhverfis Suðurland sýnilegu. Það hefur farið mikil vinna og fjármagn í það að byggja vörumerkið upp og því mikilvægt að það tapist ekki niður.

Umhverfis Suðurland verði hattur yfir umhverfisverkefni sem SASS vinnur að. Fast verkefni þess er að fræða og vekja athygli á umhverfismálum. Umhverfisteymi SASS verður endurvakið og mun teymið funda með reglulegum hætti og ræða stöðu umhverfismála í landshlutanum. Þá vinni umhverfisteymið að þróun verkefna tengd málaflokknum.

Unnið hefur verið að greiningu og vöktun gagna um úrgangsmál á Suðurlandi. Drög að gagnvirku úrgangstorgi hefur verið þróað, m.a. með styrk frá umhverfisráðuneytinu.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Markmið nr. 7 Að draga úr losun CO2 um 10% árið 2025

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Árangursmælikvarðar

Lagt er til að stefna Suðurlands í úrgangsmálum sé að lágmarka almennan heimilsúrgang, þannig að endurvinnsluhlutfall sveitarfélaga verði meira en 55% fyrir árið 2025, meiri en 60% fyrir árið 2030 og meira en 65% fyrir árið 2035. Eins er lagt til að dregið verði verulega úr urðun, þannig að fyrir árið 2035 verði urðað að hámarki 10% alls heimilisúrgangs frá Suðurlandi.

Lokaafurð

Aukin vitundarvakning gagnvart umhverfismálum, þekking íbúa á áhrifaþáttum til aukinnar umhverfisverndar, hvernig draga megi úr losun og fjármögnun úrgangstorgs.


Verkefnastjóri
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Elísabet Björney Lárusdóttir og Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Áfram verður efnt til samstarfs við Umhverfis Suðurland með ólíkum aðilum. Árið 2020 var t.d. fundað með Umhverfisstofnun og verður því samtali haldið áfram. Einnig hefur verið boðað til fundar með áhugasömum ráðgjöfum annara landshluta ásamt því að stefnt er að því að ræða þann möguleika að öll landshlutasamtökin fari í samstarf með verkefnið „Umhverfis Ísland“. Unnið er að samstarfi um úrgangstorg með Umhverfisráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Sambandinu o.fl. aðilum
Heildarkostnaður
3.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213001


Staða verkefnis í ágúst 2021

Eftirfarandi styrkir hafa fengist í gegnum vinnu verkefnisstjóra:

Hringrásasjóður Umhverfis- og auðlindaráðuneytis:

  • 3,2 milljónir til Hveragerðis til að byggja upp grenndargám í bæjarfélaginu
  • 5 milljónir til Bláskógabyggðar til að byggja upp gámasvæði fyrir frístundahús
  • 5 milljónir til Hafnar í Hornafirði fyrir uppbyggingu hringrásarhagkerfis í samfélaginu
  • 5 milljónir til að smíða gagnagrunn fyrir Úrgangstorgið og hönnun útlits og virkni þess.

Matvælasjóður Stjórnarráðsins

  • 3 milljónir til Hafnar í Hornafirði til að undirbúa félagslandbúnað (Gróska) og uppsetningu gróðurhús fyrir samfélagið

Fjármögnun í verkefnið Umhverfis Suðurland hefur skilað landshlutanum samtals 21.2 milljónum, sem sýnir fram á mikilvægi verkefnisins

Ennþá er veirð að vakta 3 sveitarfélög; Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Hveragerðisbæ. Þessi sveitarfélög skiptu öll um þjónustuaðila á haustmánuðum 2021 og er veirð að vinna að því að koma upp verklagi um gagnaöflun frá nýja þjónustuaðilanum, sem er ÍGF.

Heimasíða: www.umhverfissudurland.is