fbpx

Markmið:

  •  Að auka þekkingu almennings á störfum í atvinnulífinu í Eyjum og víðar á Suðurlandi.
  • Að auka þekkingu ungmenna á þeim námsleiðum sem í boði eru
  • Að auka þekkingu ungmenna á fjölbreytileika starfa í heimabyggð þar sem krafist er menntunar
  • Að efla tengsl milli atvinnulífs og skóla.

Verkefnislýsing:

Verkefnið er sýning þar sem nám og störf eru kynnt fyrir grunnskólanemum, framhaldsskólanemum og fullorðnum. Þar verður kynning á öllum helstu starfsgreinum í Vestmannaeyjum og víðar af Suðurlandi og þeim námsleiðum sem þeim tengjast. Settir verða upp básar þar sem starfsmenn fyrirtækja kynna sitt starf og sitt fyrirtæki. Jafnframt verður sett upp á myndrænan hátt hvaða leið þarf að fara í námi til að vinna við tiltekið starf.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist beint tveimur af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð:
Verkefninu er lokið en verkefnið var unnið af Visku símenntunarmiðstöð í Vestmanneyjum og fór starfakynningin fram vorið 2018. Markmið verkefnisins var að auka þekkingu ungs fólks í Vestmannaeyjum á störfum sem krefjast menntunar. Í heildina var 61 starf kynnt á samstals níu sviðum. Starfssviðin voru eftirfarandi: Heilbrigðisvísindasvið, ferðamálasvið, menntavísindasvið, ráðgjafasvið, iðn- og tæknisvið, sjávarútvegssvið, viðskiptasvið, raungreinasvið og öryggissvið. Hver bás var með fleiri en einn kynningaraðila sem skiptu tímanum á milli sín og voru þátttakendurnir í heildina um 85 manns. Þar sem að kynningarnar fóru fram allan tímann í sjálfstæðum básum gafst gott tækifæri til að leita sér upplýsinga bæði um nám og störf. Niðurstöður könnunar sem send var til gesta á kynningunni strax í kjölfarið gefur vísbendingu um notagildi slíkrar kynningar en 73,2% töldu að hún gæti hjálpað þeim við að taka ákvörðun um nám eða starf. Nemendur voru jafnframt undirbúnir undir kynninguna með verkefni sem auðveldaði þeim að einbeita sér að þeim störfum sem vöktu áhuga þeirra.

 

Að auki var lagt út með það markmið að efla tengsl atvinnulífs og skóla. Viðbrögð atvinnulífsins við þessari hugmynd voru frá upphafi mjög jákvæð. Sérstaklega tók iðn- og tæknigeirinn vel við sér og var ljóst að hann leit á starfakynninguna sem kærkomið tækifæri til að auka áhuga ungs fólks á þessum störfum. Það tókst að fjölga þátttakendum frá fyrri sýningu og segja má að markmið um að opna augu bæði nemenda og annarra í bæjarfélaginu fyrir starfaheiminum á eyjunni hafi tekist. 

Verkefnastjóri
Sólrún Bergþórsdóttir og Anna Rós Hallgrímsdóttir, starfsmenn Visku í Vestmannaeyjum
Framkvæmdaraðili
Viska
Samstarfsaðili
Samstarfsaðilar verða Grunnskóli Vestmannaeyja, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og atvinnulífið.


Heildarkostnaður
2.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Vor 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183009