fbpx

Markmið

Markmið: Hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi
• Auka fjármagn til nýsköpunar á Suðurlandi (með áherslu á sókn í aðra sjóði)
• Efla atvinnusköpun á Suðurlandi
• Bein kynning á sjóðum til fyrirtækja og frumkvöðla
• Efla ráðgjafaþjónustu SASS bæði út á við og á vef SASS
• Markaðssetning á ráðgjafaþjónustu SASS

Verkefnislýsing

Verkefnið snýst um að skapa sértækt stuðningsferli fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem búa við tækifæri til nýsköpunar og/eða sóknar á markaði. Verkefnin geta leitt af sér lokaafurð í formi vöru, þjónustu eða markaðssetningar, umsóknar um styrki eða annarar fjármögnunar. Umgjörð verður mótuð um ferli umsóknar fram að útskrift. Umsóknir verða metnar líkt og um styrkveitingar verði að ræða.
Þjónustan mun innihalda – umfram hefðbundna ráðgjafaþjónustu á vegum SASS:

 • Aukinn ráðgjafatíma, með aðkomu fleiri ráðgjafa að sama verkefni
 • Valin námskeið og námsefni um gerð umsókna, viðskiptaáætlana og fleira
 • Handleiðsla við mótun verkefna og gerð umsókna, s.s. vegna styrkja til Rannís, Matvælasjóðs, skattaendurgreiðslur v/nýsköpunar, gerð viðskiptaáætlana, fjárfestingaráætlanir, lánsumsóknir og fjárfestakynningar

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið tengist eftirfarandi markmiðum sóknaráætlunar:
Nr. 1. Að fjölga nýskráðum fyrirtækjum (10%, 2025)
Nr. 2. Að auka hlutdeild skapandi greina og hátæknis í veltu atvinnulíf (10%, 2025)
Nr. 4. Að auka framleiðni fyrirtækja (10%, 2025)
Nr. 5. Að auka fjármagn* til nýsköpunar (10%, 2025)

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka

Árangursmælikvarðar

Árangur metinn út frá fjölda þeirra sem taka þátt og ljúka þátttöku með lokaafurð

Lokaafurð

Tilbúnar vörur á markað, fjárfestakynningar eða fjármögnuð verkefni


Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Samstarfsstofnanir á Suðurlandi
Heildarkostnaður
3.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213004


Staða verkefnis í ágúst 2021

Haldið var átta vikna námskeið fyrir þá sem höfðu áhuga á að koma með nýja vöru eða þjónustu á núverandi eða nýjan markað. Námskeiðið hófs 11. maí og lauk 29. júní 2021. Námskeiðið byggði á vikulegum fræðsluerindum, heimavinnu í tengslum við erindin og vikulegri handleiðslu með ráðgjafa. Tímarnir fóru fram á Zoom á þriðjudögum, og hófst á fyrirlesara dagsins. Umfjöllunarefni eftir vikum voru:

 

 • Markmið og hugmyndin
 • Markaðsgreining og -prófanir
 • Markaðsáætlun og vörumerkjastjórnun
 • Áætlanagerð
 • Fjármögnun verkefna
 • Stofnun og rekstur fyrirtækja
 • Ólíkar aðferðir til kynningar á verkefnum
 • Samantekt og verkefnakynningar

 

Námskeiðið skilaði lokaafurð flestra þátttakenda. Lokaafurðin byggði á þeirra eigin vinnuframlagi, en gat verið í formi kynningar, fullbúinnar viðskiptaáætlunar, kynningu fyrir fjárfesti o.fl.

Umsækjendum í Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Hvatningu í Hornafirði var boðin þátttaka. Alls sóttu 25 verkefni um þátttöku. Alls kláruðu 22 af 25 verkefnum þátttöku í Sóknarfærum, og aðeins sex þátttakendur þáðu að kynna verkefni sín á lokadegi Sóknarfæra.

Fimm ráðgjafar innan SASS voru fengnir til þátttöku í verkefninu, einn frá flestum starfsstöðvum. Hver ráðgjafi fékk úthlutað nokkrum þátttakendum til að fylgja eftir með vikulegum ráðgjafafundi og eftirfylgni. Í lok sóknarfæra var öllum þátttakendum boðinn einn tími í ráðgjöf hjá þeim fyrirlesurum sem tóku þátt.

Á lokadegi námskeiðisins var lögð könnun fyrir þátttakendur. Alls svöruðu átta manns könnuninni. Hún var í lengra lagi og þarf að stytta ti lað fá betri svörun. Mikill áhugi er fyrir námskeið á borð við Sóknarfæri og sést það vel á skráningu, umræðum í hverjum tíma sem og svörun við könnun. Þeir sem svöruðu voru almennt nokkuð ánægðir með Sóknarfæri og má mismunandi skoðanir þátttakanda var á vali fyrirlesara og efni þeirra sem læra má af áður en Sóknarfæri verður keyrt næst. Þátttakendur voru einnig duglegir að koma með athugasemdir á lokadegi Sóknarfæra og voru allar athugasemdir teknar niður og skráðar í vinnuskjal Sóknarfæra sem notað verður til að læra af og móta fyrir næsta námskeið.

Sjá glærur.