fbpx

Markmið

Markmið: Hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi
• Auka fjármagn til nýsköpunar á Suðurlandi (með áherslu á sókn í aðra sjóði)
• Efla atvinnusköpun á Suðurlandi
• Bein kynning á sjóðum til fyrirtækja og frumkvöðla
• Efla ráðgjafaþjónustu SASS bæði út á við og á vef SASS
• Markaðssetning á ráðgjafaþjónustu SASS

Verkefnislýsing

Verkefnið snýst um að skapa sértækt stuðningsferli fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem búa við tækifæri til nýsköpunar og/eða sóknar á markaði. Verkefnin geta leitt af sér lokaafurð í formi vöru, þjónustu eða markaðssetningar, umsóknar um styrki eða annarar fjármögnunar. Umgjörð verður mótuð um ferli umsóknar fram að útskrift. Umsóknir verða metnar líkt og um styrkveitingar verði að ræða.
Þjónustan mun innihalda – umfram hefðbundna ráðgjafaþjónustu á vegum SASS:

 

  • Aukinn ráðgjafatíma, með aðkomu fleiri ráðgjafa að sama verkefni
  • Valin námskeið og námsefni um gerð umsókna, viðskiptaáætlana og fleira
  • Handleiðsla við mótun verkefna og gerð umsókna, s.s. vegna styrkja til Rannís, Matvælasjóðs, skattaendurgreiðslur v/nýsköpunar, gerð viðskiptaáætlana, fjárfestingaráætlanir, lánsumsóknir og fjárfestakynningar

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið tengist eftirfarandi markmiðum sóknaráætlunar:
Nr. 1. Að fjölga nýskráðum fyrirtækjum (10%, 2025)
Nr. 2. Að auka hlutdeild skapandi greina og hátæknis í veltu atvinnulíf (10%, 2025)
Nr. 4. Að auka framleiðni fyrirtækja (10%, 2025)
Nr. 5. Að auka fjármagn* til nýsköpunar (10%, 2025)

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka

Árangursmælikvarðar

Árangur metinn út frá fjölda þeirra sem taka þátt og ljúka þátttöku með lokaafurð

Lokaafurð

Tilbúnar vörur á markað, fjárfestakynningar eða fjármögnuð verkefni


Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Samstarfsstofnanir á Suðurlandi
Heildarkostnaður
3.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr. 
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213004


Staða verkefnis í ágúst 2021