fbpx

Markmið

Að styðja við úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Starfsemi SIGURHÆÐA hófst 22. mars 2021, eftir um 10 mánaða undirbúningstíma. Helstu hlutverkum innan SIGURHÆÐA gegna verkefnisstjóri Hildur Jónsdóttir og þrír meðferðaraðilar en teymisstjóri meðferðar er Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur. Með verkefninu starfa sjálfboðaliðar úr Soroptimistaklúbbi Suðurlands sem er frumkvöðull að verkefninu, en þeir sinna símsvörun, tímabókunum og móttöku. Skjólstæðingum er boðið upp á einstaklingsmeðferð, hópameðferð, listmeðferð og sérhæfða EMDR meðferð við áfallaröskun .

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Með SIGURHÆÐUM er stutt við áherslur Sóknaráætlunar á sviði samfélagslegra markmiða s.s um bætta velferð og víðtækt samstarf allra aðila á Suðurlandi sem koma að málefnasviði verkefnisins. Markmið verkefnisins tengjast einna helst markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands um aukna hamingju Sunnlendinga og bætta stöðu erlendra ríkisborgara..

Málaflokkur

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Með Sigurhæðum er stutt við eftirfarandi heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna:

Nr. 3 – heilsa og vellíðan, með því að takast á við neikvæð skammtíma- og langtímaáhrif á konur innan allra þjóðfélagshópa.

Nr. 5 – jafnrétti kynjanna, með því að langtímaáhrif kynbundis ofbeldis eru til þess fallin að draga úr möguleikum kvenna til að nýta hæfileika sína til fulls og þar með að njóta jafnréttis.

Nr. 10 – aukinn jöfnuður, með því að bæta aðstöðu skjólstæðinga, kvenna, til að afla tekna og einnig með því að auðvelda erlendum ríkisborgurum aðgengi að þjónustu. 

Nr. 17 – samvinna um markmiðin. 

Árangursmælikvarðar

Gert er ráð fyrir þríþættu mati á árangri verkefnisins. Í fyrsta lagi innra mat sem verkefnisstjóri ber ábyrgð á og byggist einkum á skráðum fjöldatölum og svörum þátttakenda um gæði þjónustu; í öðru lagi ytra mati sem verður í höndum Háskóla Íslands og verður sambærilegt við mat á árangri úrræðisins Bjarkarhlíð í Reykjavík; í þriðja lagi eftirfylgniviðtölum og mati á árangri EMDR meðferðar sem verður í höndum meðferðaraðila.

Lokaafurð

Með SIGURHÆÐUM mun velferð Sunnlendinga aukast og lífsgæði eflast því úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis verður komið á í heimabyggð Sunnlendinga.


Framkvæmdaraðili
Sigurhæðir 

Samstarfsaðilar
Sunnlensk sveitarfélög, lögreglan á Suðurlandi, lögreglan í Vestmannaeyjum, Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, HSU og geðheilsuteymi Suðurlands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvennaráðgjöfin og Soroptimistaklúbbur Suðurlands.

Heildarkostnaður
34.855.000 kr.

Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000 kr.

Ár
2022

Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022

Staða
Í vinnslu

Númer
223005


Sigurhaedir_matsskyrsla_25.05.22_final