fbpx

Auglýst starf tengist samstarfsverkefni SASS og sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um íbúaþróun svæðisins með sérstakri áherslu á nýja íbúa. Verkefnið hefur tvívegis fengið styrk úr Byggðaáætlun. Nú þegar hefur verið unnin tölfræðileg greining á lýðfræðilegri þróun á svæðinu og framkvæmd eigindleg og megindleg rannsókn meðal erlendra íbúa svæðisins. Niðurstöður úr þeirri rannsókn voru teknar saman í skýrslu sem er aðgengileg á  heimasíðu SASS. Í skýrslunni eru teknar saman tillögur til sveitarfélaganna sem verkefnastjóranum er meðal annars ætlað að vinna eftir.

Verkefnastjórinn mun stýra verkefninu, leiða samstarfsvettvang því tengdu og styðja sveitarfélögin við gerð móttökuáætlana og/eða stefnu fyrri nýja íbúa samfélagsins. Það er einnig markmið SASS að ávinningur verkefnisins og stuðningur á verkefnatíma skili sér til allra sveitarfélag á Suðurlandi.

Umsóknarfrestur er til 16. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs: kotlusetur@vik.is