fbpx

Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent fimmtudaginn 14. janúar á hátíðarfundi Vísinda-og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verðlaunin komu í hlut Sérdeildar Suðurlands. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Sérdeild Suðurlands, Setrið, hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það snýr m.a. að því að veita nemendum með sérþarfir, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu í samvinnu við heimaskóla.  Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu.  Almenn ánægja er með starf deildarinnar og telja margir að það sé með því besta sem þekkist hér á landi.

Menntaverðlaun Kristín B og forsetinnMenntaverlaun 2016