fbpx

Markmið

Hamingjulestin er hattur yfir fræðslu og verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að geðheilbrigði sem leiðir til aukinnar hamingju og vellíðunar meðal íbúa á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Fyrsta skrefið var að móta verkefnið út frá því fjámagni sem því var úthlutað. Hönnuð og opnuð var heimasíðan Hamingjulestin.is og Facebook síða með sama nafni. Heimasíðan þjónar þeim tilgangi þess að halda utan um fræðslu og fróðleik tengdan geðheilbrigðismálum.
Þá tilgreindu sveitarfélögin á Suðurlandi einstaklinga úr hverju sveitarfélagi sem Hamingjuráðherra, þ.e. tengiliði og talsmenn Hamingjulestarinnar á sínu svæði.
Verkefnisstjórar hafa núna byggt upp ágætt tengslanet og einnig við heilsueflandi sveitarfélög á Suðurlandi sem eru 10 af 15 sveitarfélögum á Suðurlandi. Önnur sveitarfélög á Suðurlandi eru með heilsu- og lýðheilsuverkefni sem einnig taka þátt. Markmiðið er að Hamingjulestin geti verið sameiginlegur vettvangur (regnhlíf) fyrir samvinnu um verkefni sem snúa að andlegri og líkamlegri heilsu íbúa.
Verkefnisstjórum (SASS) hefur verið boðið að vera með aðgang að verkefni landlæknis https://www.heilsueflandi.is/ um Heilsueflandi sveitarfélög til að auka gæði samstarfsins.

Vonast er til þess að verkefnið geti aukið samstarf um sértæk verkefni við ýmsa samstarfsaðila, stofnanir og fyrirtæki. Á árinu verður hvatt til „Geðheilbrigiðs viku / hamingju viku“ í sveitafélögum á Suðurlandi. Viðeigandi nefndir sveitarfélaganna verða þá virkjaðar til að taka þátt í mótun og framkvæmd. Verða þá hamingjuráðherrar í framlínu svo þekking og miðlun úr nærsamfélagi nýtist sem best.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Málaflokkur: Samfélag.
Markmið: Að auka hamingju Sunnlendinga um 5% fyrir árið 2025.
Áherslur:
Við viljum stuðla að aukinni virkni og hreyfingu allra Sunnlendinga.
Við viljum stuðla að enn nánara samstarfi sunnlenskra sveitarfélaga.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið nr.3, heilsa og vellíðan
3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.
3.5 Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.

Árangursmælikvarðar

Íbúakönnun Suðurlands hefur nú þegar spurninguna; „Hvernig metur þú hamingju þína á skalanum 0-10 ?“ og fylgst verður með þróun þessarar stöðu. Einnig verður leitað leiða til að bera útkomu þessarar spurningar við aðrar breytur í íbúakönnuninni.

Lokaafurð

Lokaafurðin er virk hamingju herferð sem tengir íbúa af öllum samfélagshópum við fagaðila í lýðheilsu og geðheilbrigðismálum; og eykur þekkingu á því hvað hefur áhrif á hamingju okkar. Ávinningurinn er aukin hamingja Sunnlendinga.


Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Valdir tengiliðir úr hverju sveitarfélagi, Embætti landlæknis og fleiri aðilar sem vinna að geðheilbrigðgismálum og lýðheilsu á Íslandi.
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213002


Staða verkefnis í ágúst 2021

Til áramóta verður markmið verkefnisins að vera með sameiginlegt verkefni með heilsueflandi sveitarfélögum á Suðurlandi ásamt öðrum sveitarfélögum sem vilja taka þátt. Verkefnið felst í því að vera með fjölbreytta fræðslu og fornvarnir í beinu streymi til íbúa í gegnum Hamingjulestina. Unnið er að gerð dagskrár í samvinnu við fulltrúa heilsueflandi sveitarfélaga.

Heimasíða: www.hamingjulestin.is

Facebook síða: https://www.facebook.com/hamingjulestin