fbpx

Markmið

Að kanna viðhorf íbúa og forsvarsaðila fyrirtækja á Suðurlandi, út frá búsetuþáttum annars vegar og stöðu rekstrar og framtíðarhorfum í rekstri hins vegar

Verkefnislýsing

Íbúakannanir landshluta eru orðnar þekktar kannanir sem gefa mikilvægar upplýsingar fyrir landshlutasamtök og sveitarfélög. Afurðir kannana eru m.a. nýttar sem mælikvarðar vegna settra markmiða sóknaráætlunar. Framkvæmd kannana er unnin af landshlutasamtökum eða þjónustuaðilum. Úrvinnsla og megin umsjón er í höndum SSV. Samskonar ferli á sér stað við fyrirtækjakannanir þar sem megin umsjón er jafnframt í höndum SSV. Fulltrúi SASS situr í verkefnahópi beggja verkefna og tekur þar með þátt í mótun og framþróun verkefnanna.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Sem almennur mælikvarði á stöðu fyrirtækja sem styður við markmið 1.-5. og til að afla upplýsinga um stöðu mælikvarða við markmið 11., 12. og 13.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tengsl við heimsmarkmiðin eru mjög mörg, þar sem íbúa- og fyrirtækjakannanir taka til margvíslegra þátta í samfélaginu

Árangursmælikvarðar

Að uppfæra stöðu mælikvarða sóknaráætlunar

Lokaafurð

Að upplýsingar um niðurstöður liggja fyrir.


Verkefnastjóri
 
Framkvæmdaraðili
SASS og SSV
Samstarfsaðilar
SSV og önnur landshlutasamtök
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr. 
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213003


Staða verkefnis í ágúst 2021