fbpx

Fréttir

14. nóvember 2013

Námskeiði í WordPress vefsíðugerð sem haldið var á Selfossi lauk í gær. Fólk með mjög fjölbreytt áhugasvið sat námskeiðið og komu margar flottar hugmyndir af heimasíðum fram. Kennari var Elmar Gunnarsson frá Hype.

5. nóvember 2013

Ársþing SASS var haldið á Hótel Heklu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 24. og 25. október sl.  Til þingsins mættu um 60 sveitarstjórnarmenn auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og gesta.  Þegar flest var sátu um 90 manns þingið.  Ársþingið ávörpuðu ráðherrarnir Hann Birna Kristjánssdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir og einnig  Halldór Halldórsson formaður  Sambands íslenskra sveitarfélaga.

28. október 2013

Menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi 31.október – 3.nóvember nk.. Tónlist Marlene Dietrich í Eyjum, Mugison og félagar á Selfossi, draugasögur á Stokkseyri, tónlist og frásagnir Þórðar í Skógum, saumamaraþon á Hvolsvelli, gönguferð í Flóanum með Guðna Ágústssyni og margt fleira. Dagskráin hefst með setningarhátíð í Þjósárstofu í Árnesi fimmtudaginn 31. október kl. 16:00. Ávörp, tónlist

24. október 2013

Þann 14. október nk., verður haldið málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra. Málþingið verður opið öllum og fer fram á Grand hotel. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 7. október en skráning fer fram á vef Velferðaráðuneytisins Fréttatilkynninguna má sjá hér og dagskránna hér. Vakin er athygli á því að bein útsending verður frá málþinginu.

18. október 2013

Helgina 19. – 20. október er boðið til íbúaþings í Skaftárhreppi á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Háskólans á Akureyri.  Þingið hefst kl. 11 á laugardegi og stendur til kl. 16 og síðan frá kl. 11 – 15 á sunnudeginum.  Þátttakendur á þinginu móta sjálfir dagskrána.  Allt er til umræðu, staða og framtíð

1. október 2013

Miðvikudaginn 23. október verður haldið málþing um sunnlenska ferðaþjónustu. Málþingið verður haldið í tengslum við ársþing SASS og haldið á Hótel Heklu. Áhersla verður á samræðu milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Með erindi á málþinginu verða Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í

26. september 2013

Miðvikudaginn 25. september var haldinn stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi. Markmiðið með klasanum er að bæta og byggja upp innviði ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, með tilliti til fuglatengdrar ferðaþjónustu og möguleikum á að markaðssetja Suðurland sem fuglaskoðunarsvæði á alþjóðavísu. Ráðinn var klasastjóri, tímabundið til verkefnisins, Guðríði Ester Geirsdóttir. Verkefnastjóri er Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi hjá SASS.

19. september 2013

Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! – Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.Að þessu sinni er undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkenfi Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.Sjá nánar á www.skipulagsstofnun.is og/eða á www.ferdamálastofa.is Dagskrá