fbpx

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka verður að þessu sinni haldin laugardaginn 21. júní í 15. sinn. Að vanda verða margir dagskrárliðir og þar eiga allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi og eins og alltaf  vænta Eyrbekkingar þess að fá sem flesta íbúa Sveitarfélagsins Árborgar til þess að taka þátt í hátíðinni, auk gesta úr nærliggjandi byggðalöngum og lengra aðkomnir eru hjartanlega velkomnir. Meðfylgjandi er dagskrá hátíðarinnar og nokkrar ljósmyndir frá Jónsmessuhátíðarhöldunum á Eyrarbakka síðustu ár.

Dagskrá, Jónsmessa Eyrarbakki 21 juni 2014