7. október 2014

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 3. október 2014, kl. 12.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Elín Einarsdóttir (í síma), Sandra Dís Hafþórsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir,  Arna Ír Gunnarsdóttir, Sæmundur Helgason, Anna Björg Níelsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Páll Marvin Jónsson (í síma) Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem skrifaði fundargerð. Dagskrá: 1.  Ársþing SASS 2014 a. 

6. október 2014

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar með umsóknarfresti til og með 22. september. Alls bárust SASS 93 umsóknir að þessu sinni. Verkefnisstjórn lagði til eftirfarandi styrkveitingar er stjórn SASS samþykkti á stjórnarfundi föstudaginn 3. október. Ákveðið var að styrkja 15 verkefni um samtals 22,1 milljón króna. Þar af 8 samstarfsverkefni um

3. október 2014

Bæjarráð Hveragerðisbæjar kom saman til fundar 2. október sl. Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða: Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntanlegan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði

2. október 2014

Íþrótta- og menningarnefnd sveitarfélagsins Árborg hefur skipulagt menningarmánuðinn október 2014. Dagskráin er fjölbreytt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 5. október –  Íslenskar skáldkonur – Rauða húsið á Eyrarbakka kl.14:00 Íslenskar skáldkonur í ljóðum, fræðum og tónlist. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir flytja eigin ljóð. Anna

1. október 2014

Dagskrá Regnbogans – List í fögru umhverfi 2014, sem haldin verður í Vík í Mýrdal  helgina 10. – 12. október er nú tilbúin. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til að sjá sem flesta í Vík þessa daga enda verður  boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Regnbogabæklingurinn_2014  

30. september 2014

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. Ráðstefnan verðu sett kl. 10:00 af formanni sambandsins og í framhaldinu flytur fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Fyrri dag ráðstefnunnar verða

26. september 2014

Stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 27. september klukkan 14:00. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye-bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra,  Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Kynning á verkefninu, tónlist og fleira. Veitingar í boði

26. september 2014

Átta þúsundasti íbúinn í Sveitarfélaginu Árborg fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi laugardaginn 20. september. Það var drengur, fyrsta barn þeirra Helga Ófeigssonar og Thelmu Karenar Ottósdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi. Af þessu tilefni mætti Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar á heimili þeirra á mánudaginn og heiðraði fjölskylduna með blómvendi, samfellu með áletrun og

26. september 2014

Almannavarnir Árnessýslu  standa fyrir íbúafundi í Árnesi mánudaginn 29 september næstkomandi kl 20:00 um möguleg áhrif yfirvofandi loftmengunar og flóðahættu vegna gossins í Holuhrauni. Framsögumenn verða: Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í Árnessýslu og Kristján Einarsson Framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu