Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR verður haldið á Kýpur dagana 20. – 22. apríl 2016 Er þetta stærsta ráðstefna sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Umfjöllunarefni þingsins eru úrlausnarefni evrópskra sveitarfélaga í dag og til framtíðar undir yfirskriftinni „Morgundagurinn byrjar í dag“. Allar nánari upplýsingar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Atvinnuuppbyggingarsjóð Skeiða– og Gnúpverjahrepps. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2016 og 1. úthlutun er 1. maí 2016. Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins. Upplýsingar um úthlutunarreglur má skoða í heild sinni á hér Meginhlutverk Atvinnuuppbyggingarsjóðs Skeiða-og Gnúpverjahrepps er að efla byggð og atvinnu í sveitarfélaginu Umsjón sjóðsins er í höndum
Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. febrúar 2016. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglanna. Nánari upplýsingar má sjá hér Einnig eru
Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2016 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna (50%) og stjórnað af konu. Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar
Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent fimmtudaginn 14. janúar á hátíðarfundi Vísinda-og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verðlaunin komu í hlut Sérdeildar Suðurlands. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Sérdeild Suðurlands, Setrið, hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það snýr m.a.
Opnuð hefur verið ný sameiginleg heimasíða markaðsstofa landshlutanna sex sem eru á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs-og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinna að vöruþróun í ferðaþjónustu. Nýja heimasíðan er aðgengileg hér
21. – 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á Suðurlandi um óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju Davísdóttur framkvæmdarstjóra Kötlu Jarðvangs sem fer yfir stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í UNESCO Global Geoparks 2015. Menningarerfðir eru til