27. maí 2020

Úthlutun úr Sóknarfærum ferðaþjónustunnar hjá SASS Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafði til umfjöllunar þær 211 umsóknir sem bárust í áhersluverkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar, nýjan sjóð á vegum SASS til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi. Fagráð Sóknaráætlunar Suðurlands skilaði af sér tillögu til stjórnar SASS og samþykkti stjórn SASS tillöguna einróma á fundi sínum þann 22. maí

4. maí 2020

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands stóðu fyrir fjarfundum í lok apríl til að kynna nýtt áhersluverkefni SASS Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Verkefnið er til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19. Þeir sem misstu af fundunum geta kynnt sér glærurnar sem farið var yfir, en þær eru núna aðgengilegar á heimasíðu SASS undir

4. maí 2020

Opið er fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna fram til kl. 16.00 þann 8.maí 2020. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Umsækjendur geta verið háskólanemar í grunn- og meistaranámi og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og

30. apríl 2020

557. fundur stjórnar SASS Fjarfundur haldinn 22. apríl 2020, kl. 13:00 – 15:00   Þátttakendur: Helgi Kjartansson formaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ari Björn Thorarensen og Einar Freyr Elínarson. Þá taka þátt á fundinum Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt

28. apríl 2020

65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar   Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í

22. apríl 2020

Byggðastofnun hefur sett af stað könnun sem ber heitið Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli. Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Könnunin er ætluð öllum íbúum 18 ára og eldri í sveitum eða öðru strjálbýli á Íslandi.

20. apríl 2020

Ingunn Jónsdóttir Framkvæmdarstjóri Háskólafélags Suðurlands Netfang: ingunn@hfsu.is Sími: 560-2042 Sérsvið: Byggðarþróun og menntun, umhverfismál, stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlunargerð, hönnun og vöruþróun.

20. apríl 2020

Þórður Freyr Sigurðsson Sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS  Starfsstöðvar: Selfoss (Austurvegi 56), Hvolsvöllur (Austurvegi 4) Netfang: thordur@sass.is Sími: 480-8200 Sérsvið: Uppbyggingarsjóður Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands, stefnumótun, áætlanagerð og ferðamál.