Menningarmánuðurinn október er gengin í garð og næsti viðburður fer fram fimmtudaginn 16. október kl.20:30 á Hótel Selfoss. Þá verður minnst sögu Selfossbíós með fjölbreyttum hætti. Farið verður í gegnum söguna í máli og myndum en Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið mikið myndefni um sögu Selfossbíós fyrir kvöldið. Tónlistin verður líka í brennidepli en Ragnar Bjarnason
Málþing um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands verður haldið í Gunnarsholti á Rangárvöllum fimmtudaginn 23. október og hefst kl. 12:30. Þátttaka er öllum opin og ókeypis. Boðið verður upp á súpu og brauð í mötuneyti Landgræðslunnar kl. 11:30. Skráning er á netfanginu edda.linn@land.is Hér má sjá dagskrá málþingsins
Að undanförnu hafa landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög í samstarfi við Byggðastofnunar kannað staðsetningu ríkisstarfa. Könnunin er uppfærsla á annarri könnun sem Byggðastofnun gerði 1994 og var þá liður í undirbúningi fyrir stefnumótandi byggðaáætlun 1994-1997. Uppfærsluna og samanburðinn má sjá á bls. 43-47 í Stöðugreiningu 2013, fylgiriti með stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017, sem sækja má á heimasíðu
Heimasíða Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er nú komin í gagnið. Á heimasíðunni má annars vegar velja upplýsingar um skólaþjónustu og hins vegar um velferðarþjónustuna. Á forsíðunni eru einnig upplýsingar um Skólaþjónustu- og velferðarnefnd, samninga, nefnd oddvita og sveitarstjóra og fundargerðir. Á síðu skólaþjónustunnar eru upplýsingar um þjónustuna, eyðublöð s.s. tilvísanir og gátlista, upplýsingar um starfsmenn
Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu hefur boðað til íbúafundar mánudagskvöldið 13. október nk. kl. 20.00 í menningarhúsinu Hellu vegna eldgossins í Bárðarbungu. Á fundinn mæta Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun og Þórólfur Guðnason frá sóttvarnalækni, auk fulltrúa frá almannavörnum í héraði.
Ársþing SASS 2014 fer fram á Kirkjubæjarklaustri dagana 21. og 22. október. Dagskrá ársþingsins er sem hér segir: Þriðjudagur 21. október 9.30 – 10.00 Skráning fulltrúa 10.00 – 10.10 Setning ársþings Kosning kjörbréfanefndar 10.10 – 12.15 Aðalfundur SASS 12.15 –13.00 Hádegisverður Ávörp gesta 13.10 – 13.50 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Karl Björnsson Samband íslenskra sveitarfélaga
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 3. október 2014, kl. 12.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Elín Einarsdóttir (í síma), Sandra Dís Hafþórsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Sæmundur Helgason, Anna Björg Níelsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Páll Marvin Jónsson (í síma) Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem skrifaði fundargerð. Dagskrá: 1. Ársþing SASS 2014 a.
Hér eru gögn af heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is , þar sem annars vegar er yfirlit yfir ríkisstörf og hins vegar yfirlit yfir þjónustufyrirtæki á landinu öllu árið 2014. Þetta er fróðlegur samanburður. Þjónustustörf fyrirtækja Þjónustustörf ríkisstofnanana
Auglýst var eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar með umsóknarfresti til og með 22. september. Alls bárust SASS 93 umsóknir að þessu sinni. Verkefnisstjórn lagði til eftirfarandi styrkveitingar er stjórn SASS samþykkti á stjórnarfundi föstudaginn 3. október. Ákveðið var að styrkja 15 verkefni um samtals 22,1 milljón króna. Þar af 8 samstarfsverkefni um
Bæjarráð Hveragerðisbæjar kom saman til fundar 2. október sl. Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða: Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntanlegan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði