fbpx

Strætó býður farþegum sínum á landsbyggðinni að fá sms skilaboð í símann sinn með upplýsingum ef breytingar verða á leið viðkomandi. Þessi þjónusta kemur sér vel í færð eins og verið hefur undanfarna daga og vikur, þar sem veður hefur hamlað eðlilegum almenningssamgöngum víða á landinu og ferðum hefur seinkað eða fallið niður. Hægt er að skrá sig í þjónustuna með því að senda póst á netfangið thjonustuver@straeto.is með númeri þeirra leiða á landsbyggðinni sem óskað er eftir að fá upplýsingar um og gsm-númerið sem senda á upplýsingarnar í.

Jafnframt eru farþegar hvattir til að fylgjast með nánari upplýsingum á heimasíðu Strætó www.straeto.is Nánari upplýsingar gefur Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri Farþegaþjónustusviðs í síma 699 6121 eða í gegn um netfangið julia@straeto.is​​​​​​