fbpx

Markmið

Að fræða Sunnlendinga og hvetja til umhverfismeðvitaðra ákvarðana í daglegu lífi, s.s. í tengslum við neysluhegðun og flokkun úrgangs. Markmiðið er að ná mælanlegum árangri í aukinni sorpflokkun og lágmörkun almenns úrgangs. 

Verkefnislýsing

Unnið verður að því að endurvekja Umhverfsi Suðurland sem regnhlíf umhverfismála á Suðurlandi. Heimasíða verkefnisins verði fyrst og fremst tileinkuð fræðslutengdu efni. Þar megi einnig finna upplýsingar um umhverfistengd málefni á Suðurlandi, s.s. ráðgjöf, fjármögnun, styrki og verkefni. Umhverfis Suðurland verði vettvangur fræðslu og miðlunar á upplýsingum með áherslu á úrgangsmál, í samræmi við þarfir sveitarfélaganna. Verkefnið mun felast í sér þarfagreiningu á hvaða fræðslu þörf er á að miðla meðal almennings, út frá þörfum sveitarfélaga/sorpstöðva í samráði við umhverfissérfræðing SASS. Unnið verður að uppfærslu á fræðsluefni í framhaldi, s.s. greinar, myndbönd og annað fræðsluefni. Í framhaldi sett fram birtingaráætlun og unnið eftir henni út árið 2023.

Málaflokkur

Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti.

Árangursmælikvarðar

Úrgangsgögn og viðhorf sveitarfélaganna m.t.t. árangurs.

Lokaafurð

Aukin flokkun úrgangs og lægra hlutfall almenns úrgangs á Suðurlandi.

 


Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Sveitarfélögin á Suðurlandi og eftir atvikum sorpsamlög
Heildarkostnaður
4.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst snemma árs 2023 og er lokið 31.12.2023
Númer
203011