fbpx

Fundargerð:

6. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017

Austurvegi 56, 22. ágúst, kl. 12:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Sveinn Sæland. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Inn á fundinn kom Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi á vegum SASS, undir lið nr. 2.

Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum en engar komu fram.

  1. Síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands

Til úthlutunar verða 50 mkr. í síðari úthlutun ársins. Opnað verður fyrir umsóknir 15. september og verður opið fyrir umsóknir til og með 16. október 2017. 

Ráðgert er að halda vinnustofur um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóðinn á völdum stöðum um landshlutann. Vinnustofurnar  verða auglýstar í héraðsmiðlum ásamt almennum auglýsingum um sjóðinn.

Unnið verður að árangursmati verkefna sem hlutu styrk á árinu 2016, líkt og á síðasta ári, með könnun meðal styrkþega. Einnig verður unnið að þjónustukönnun meðal umsækjenda til sjóðsins að loknu umsóknarferli í haust. 

Samþykkt samhljóða.

  1. Innviðagreining Suðurlands

Hrafn Sævaldsson kynnti verkefnið „Innviðagreining Suðurlands“ fyrir verkefnastjórn, stöðu þess og næstu skref. Unnið er að því að koma upp gagnagrunni á vegum SASS,. Markmið verkefnisins, sem er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar, er að til verði gagnagrunnur upplýsinga um innviði Suðurlands, sem nýtast mun sveitarfélögum, fjárfestum og vinnu við gerð Sóknaráætlunar Suðurlands, við stöðumat og stefnumörkun

Til  kynningar.

Verkefnastjórn óskar eftir að innan verkefnisins verði gerð könnun á fjölda íbúða eftir sveitarfélögum sem eru í skammtímaleigu. Verkefninu verði forgangsraðað sem einum af fyrstu áföngum verkefnisins.

  1. Staðfesting verkefna hjá stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál

Stýrihópur stjórnarráðsins hefur það hlutverk að yfirfara og staðfesta verkefnatillögur áhersluverkefna landshlutasamtaka og tryggja að þær verkefnatillögur séu í samræmi við stefnumörkun landshlutans og falli að hlutverki sóknaráætlana á landsvísu.

SASS barst bréf frá stýrihópnum þar sem fram kemur að stýrihópurinn staðfesti tillögur og breytingartillögur á þeim verkefnum sem lögð voru fram til staðfestingar, að undanskildu einu verkefni þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum um verkefnið, verkefnið innviðagreining Suðurlands II. áfangi. Meðfylgjandi er tölvupóstur dags. 20. júlí sl. þar sem óskað eftir þeim upplýsingum. Meðfylgjandi er svarbréf sviðsstjóra dags. 14. ágúst þar sem fram kemur ýtarleg lýsing á verkefninu ásamt uppfærðri verkefnislýsingu sem send var stýrihópnum 21. ágúst s.l..

Til kynningar.

 

  1. Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands 8. september

Til kynningar fundarboð sem sent hefur verið á fulltrúa í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Suðurlands og á kjörna fulltrúa bæjar- og sveitarstjórna á Suðurlandi. Fjallað var um drög að dagsrká fundarins og sviðsstjóra falið að ganga frá dagskránni og senda til kjörinna fulltrúa.

  1. Uppfært dagatal SASS og samstarfsaðila

Til kynningar helstu dagsetningar funda og viðburða í tengslum við Sóknaráætlun Suðurlands.

  1. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins

Til kynningar 35. og 36. fundargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

 

 Fundi slitið. kl. 13:50.