fbpx

566. fundur stjórnar SASS 
Haldinn í fjarfundi 
15. janúar 2021, kl. 13:00 – 15:00

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson, Lilja Einarsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Grétar Ingi Erlendsson og Einar Freyr Elínarson. Arna Ír Gunnarsdóttir boðaði forföll. Fundarmenn tengjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað. Einnig taka þátt Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerð 565. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar.

2. Starfsáætlun

Formaður kynnir uppfærða starfsáætlun stjórnar samtakanna fyrir árið 2021.

3. Sóknaráætlun Suðurlands

Formaður kynnir uppfærða fjárhagsáætlun Sóknaráætlunar Suðurlands 2021 en við gerð fjárlaga á Alþingi fyrir árið 2021 var samþykkt að veita 100 m.kr. til viðbótar til málaflokksins. Hvernig þeim fjármunum verður skipt á milli landshlutanna liggur ekki fyrir á þessari stundu og því ríkir óvissa um hversu mikið kemur í hlut hvers landshluta.

Farið yfir ólíkar sviðsmyndir varðandi rekstur Sóknaráætlunar árið 2021, m.a. hvernig skipting fjármuna ætti að vera á milli úthlutana til menningar og atvinnu- og nýsköpunar hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands og áhersluverkefna.

Sviðsstjóri Þróunarsviðs kynnti nánari útfærslu áhersluverkefna og þær breytingar sem gerðar voru frá síðasta stjórnarfundi. Einnig farið yfir hugmyndir að þremur verkefnum sem tengjast ferðaþjónustunni.

Niðurstaða stjórnar SASS er að á yfirstandandi ári skuli unnið að eftirfarandi áhersluverkefnum: Umhverfis Suðurland, Hamingjulestin, Fyrirtækja- og íbúakannanir, Sóknarfæri – leiðin á markað, Svæðisskipulag Suðurhálendis, Orkídea, Ölfus cluster og Svæðismörkun Katla UNESCO Global Geopark. Samtals áætlaður kostnaður við vinnslu framangreindra verkefna er 44,5 m.kr.

Úthlutunarreglur

Gert er ráð fyrir óbreyttum úthlutunarreglum fyrir Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Ef gera þarf breytingar á reglunum verða þær sendar á stjórn á milli funda til samþykktar.

Skipan fagráða

Stjórn staðfestir skipan eftirtalinna í fagráðin sem yfirfara umsóknir í Uppbyggingarsjóði Suðurlands:

Fagráð menningarstyrkja 2021:

 • Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
 • Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
 • Inga Jónsdóttir, listfræðingur

Varamaður: Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:

 • Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri leikskólans Sóla
 • Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Set ehf.
 • Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum

Varamaður: Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri félagsins Skinney-Þinganes hf.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka.

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 516. fundar stjórnar SSH, fundargerð 19. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 31. fundar stjórnar Vestfjarðastofu, fundargerð 61. fundar stjórnar SSNV, fundargerð 158. fundar stjórnar SSV, fundargerð 66. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins, fundargerðir 12., 13. og 14. funda Byggðamálaráðs og fundargerð 892. fundar stjórnar sambandsins.

b. Áfangastaðastofur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent landshlutasamtökunum drög að nýjum samningi tengt stofnun á áfangastaðastofum í landshlutunum. Vilji er til að gera samstarfssamning við landshlutasamtökin um uppbyggingu og rekstur þeirra.

Samningsaðilar, með aðkomu Markaðsstofa og Ferðamálastofu, hafa fjallað um mögulega skiptingu á framlagi ríkisins til verkefnisins. Aðilar eru sammála um hvert sé hlutverk og hver séu verkefni áfangastaðastofu. Gengið er út frá þriggja ára samningi.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram. Stjórn samþykkir að ganga frá samningi við ANR enda er í honum fyrirvari um að samtökin tilkynni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með formlegum hætti um stofnun og fyrirkomulag á rekstri áfangastaðastofu á Suðurlandi og hvernig skilgreindum hlutverkum í samningnum verður sinnt fyrir 1. júní 2021. Þetta verður gert í samráði við aðildarsveitarfélög og hagaðila.

c. Vinna starfshópa á milli ársþinga

Framhaldsumræður um skipulag vinnu starfshópa og hvaða málefni þurfi helst að yfirfara fram að næsta ársþingi. Þar sem Alþingiskosningar eru á árinu er niðurstaða stjórnar að forgangsraða verkefnum þannig að fjögur mikilvæg málefni sem til umræðu voru á síðasta ársþingi verði fyrir valinu, málefni sem hafa sterka skýrskotun til Suðurlands alls.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að yfirfara gögn og senda tillögur á stjórn.

d. Kynnisferð fulltrúa sveitastjórna til Danmerkur

Formaður kynnti málið. Í ljósi COVID-19 aðstæðna er lagt upp með að ferðin verði farin á haustmánuðum. Helst kemur til greina að fara í ferðina 27. – 30. september nk. eða 15. – 18. nóvember nk.

Framkvæmdastjóra falið að kanna hug sveitastjórnarmanna til framangreindra dagsetninga.

e. Miðhálendisþjóðgarður

Formaður kynnti rafrænan umræðufund um hálendisþjóðgarð sem Samband íslenskra sveitarfélaga mun standa fyrir um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð. Fundurinn verður haldinn 18. janúar n.k. frá kl. 10:30-12:00.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að umsögn sem send verður á stjórn í tölvupósti.

f. Skýrsla um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka

Formaður kynnti nýútkomna skýrslu sem starfshópur samgöngu- og sveitastjórnar-ráðuneytisins vann. Í skýrslunni er fjallað um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka.

g. Erindi frá ritstjóra Dagskrárinnar

Formaður kynnti erindi sem stjórn barst frá Gunnari Páli Pálssyni, ritstjóra Dagskrárinnar. Erindið tengist Kórónuveirufaraldrinum sem, eins og allir vita, hefur haft víðtæk áhrif í samfélaginu, þ.m.t. á héraðsfréttablöðin.

Stjórn SASS áréttar samfélagslegt mikilvægi héraðsfréttamiðla í landshlutunum og hvetur stofnanir og fyrirtæki til að nýta sér þjónustu héraðsfréttablaðanna og standa þannig vörð um þessa mikilvægu starfsemi.

h. Úrgangssetur á Laugarvatni

Formaður kynnti hugmyndir um stofnun á rannsóknarsetri um úrgangsmál á Laugarvatni.

i. Menntaverðlaun Suðurlands

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson afhenti Menntaverðlaun Suðurlands 2020 í gær, 14. janúar 2021. Verðlaunin voru nú afhent í þrettánda sinn og að þessu sinni í fjarfundi.

Að þessu sinni bárust sex tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands fyrir árið 2020 um verkefni, einstaklinga og/eða stofnanir og eru tilnefningarnar eftirfarandi:

 1. Magnús J. Magnússon fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri fyrir starf í þágu leiklistar í skólanum.
 1. Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir frumkvöðlastarfsemi á menntasviði með gerð kennsluefnis sem þær deila með öðrum á vefsíðunni og Facebookhópnum „Út fyrir bókina“.
 2. Nanna Dóra Ragnarsdóttir, grunnskólakennari við Grunnskóla Hornafjarðar fyrir góða kennsluhætti.
 3. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari í Vestmannaeyjum fyrir fjölbreytta fræðslu og námskeið með „Leiðarvísi líkamans“.
 4. Hvolsskóli, fyrir nýsköpunarverkefni á elsta stigi grunnskóla.
 5. Guðni Sveinn Theodórsson og Ökuland fyrir framúrskarandi metnað í ökukennslu.

Úthlutunarnefnd fjallaði um umsóknirnar og niðurstaðan varð sú að Menntaverðlaun Suðurlands 2020 hljóti Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir frumkvöðlastarfsemi á menntasviði með verkefninu „Út fyrir bókina“.

Um leið og stjórn SASS óskar Snjólaugu Elínu og Unni Líf innlega til hamingju með nýveitt Menntaverðlaun Suðurlands 2020 óskar hún einnig þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og þakkar úthlutunarnefnd fyrir vel unnin störf.

j. Fundir með þingmönnum Suðurkjördæmis

Gert er ráð fyrir þremur samráðsfundum sveitarstjórna á Suðurlandi með þingmönnum Suðurkjördæmis á fyrri hluta ársins 2021. Dags- og tímasetningar kynntar síðar.

k. ART verkefnið

Stjórn SASS fagnar þeirri niðurstöðu að fjárveitinga til ART verkefnisins hafi verið samþykkt við gerð fjárlaga fyrir árið 2021. Stjórn hvetur félags- og barnamálaráðherra til að ganga strax frá nýjum samningi og að gildistími samningsins sé til fimm ára þannig að hægt verði að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni í þágu fjölskyldna og barna. Þörfin fyrir ART verkefnið er alltaf til staðar og COVID-19 ástandið hefur enn frekar undirstrikað mikilvægi þess.

Auglýst hefur verið eftir nýjum starfsmanni í ART teymið í stað Gunnars Þórs Gunnarssonar sem lét af störfum um áramótin. Gunnari Þór eru þökkuð góð störf hjá samtökunum og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

l. Grænbók um byggðamál

Formaður kynnti að Grænbók um byggðamál hafi verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt væri að skila ábendingum og umsögnum um hana fram til 25. janúar n.k.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 5. febrúar kl. 13:00.

Fundi slitið kl. 15:25.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Helgi Kjartansson
Lilja Einarsdóttir
Einar Freyr Elínarson
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Ari Björn Thorarensen

566. fundur stj. SASS