fbpx

425. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 14. ágúst 2009 kl. 12.00

Mætt: Sveinn Pálsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Reynir Arnarson (í símasambandi) og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson boðaði forföll.

Dagskrá

1. Fundargerð samgöngunefndar frá 13. ágúst.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 18. og 19. júní sl.

Á fundinum var gerð grein fyrir drögum að áliti nefndar um endurskoðun á hlutverki landshlutasamtakanna og hugmyndum stýrihóps um sóknaráætlanir á landsbyggðinni.

Formaður skýrði frá meginefni þessara hugmynda.

3. Fundur með samgönguráðherra um Suðurlandsveg 1. júlí sl.

Á fundinum var fjallað um forgangsröðun vegaframkvæmda vegna hugsanlegrar fjármögnunar lífeyrissjóða.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Stjórn SASS ítrekar afstöðu samtakanna um nauðsyn tvöföldunar Suðurlandsvegar á milli Selfoss og Reykjavíkur. Við forgangsröðun framkvæmda í vegagerð hlýtur breikkun Suðurlandsvegar að vera í fyrsta sæti. Kemur þar margt til. Í fyrsta lagi er mjög mikil og vaxandi umferð um Suðurlandsveg. Í öðru lagi er slysatíðni á veginum há og því brýn nauðsyn á úrbótum. Í þriðja lagi liggur fyrir að arðsemi tvöföldunar er mjög mikil, sbr. svar samgönguráherra við fyrirspurn á Alþingi 11. ágúst sl. Í fjórða og síðasta lagi er ljóst að almenningur telur þessa framkvæmd langbrýnasta úrlausnarefnið í samgöngumálum þjóðarinnar, sbr. nýgerða skoðanakönnun Gallup. Þá liggur fyrir að skipulagsmál standa ekki í vegi fyrir því að hægt sé að hefja verkið og nú þegar er hluti leiðarinnar tilbúinn til útboðs hjá Vegagerðinni.

Í ljósi alls þessa skorar stjórn SASS á Alþingi og samgönguráðuneyti að séð verði til þess að breikkun Suðurlandsvegar verði forgangsverkefni.

 

4. Ársþing SASS 15. og 16. október nk. – fyrstu drög að dagskrá og skipulagi.

Lagt er til að myndaður vegna starfshópur stofnana vegna ársþingsins sem komi saman sem fyrst.

5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. og 17. júlí 2009, um lýðræðismál í sveitarfélögum.

Til kynningar.

6. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 23. júlí 2009, varðandi ályktun stjórnar SASS frá 12. júní sl. um kvótakerfi í sjávarútvegi.

Til kynningar.

7. Afrit af bréfi Flóahrepps, dags. 3. júlí 2009, til Vegagerðarinnar vegna afskráningar Oddgeirshólavegar af vegaskrá.

Stjórnin tekur undir ályktun sveitarstjórnar Flóahrepps en vísar bréfinu til samgöngunefndar.

8. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi þingmál:

a. Tillaga til þingsályktunar um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum, 18. mál.

Stjórnin tekur ekki afstöðu til tillögunnar.

b. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að semja drög að umsögn og senda stjórn.

9. Erindi til kynningar.

a. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

b. Efni frá landshlutasamtökunum.

10. Önnur mál.

Lagt fram yfirlit um greiðslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna inngöngu í SASS.
Fundi slitið kl. 14.20

Sveinn Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Guðmundur Þór Guðjónsson
Reynir Arnarson
Þorvarður Hjaltason