fbpx

399. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

miðvikudaginn 10. janúar 2007, kl. 12.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þórunn Jóna Hauksdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson var í símasambandi.

Gestir fundarins: Óskar Reykdalsson yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Dagskrá

1. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Óskar Reykdalsson gerði grein fyrir minnisblaði sem lagt var fram frá HSU um fyrirhugaðar framkvæmdir við stofnunina á Selfossi.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

,,Stjórn SASS skorar á ríkisvaldið að gerður verði samningur við HSU um fullnaðaruppbyggingu húsnæðis og aðstöðu þannig að allt húsnæði stofnunarinnar verði tilbúið á árinu 2008, að öðrum kosti munu þeir fjármunir sem lagðir hafa verið í verkið ekki nýtast sem skyldi. Aðeins vantar um 300 milljónir króna til að fullnaðarfjármögnun sé tryggð.”

2. Starf verkefnisstjórnar um háskólanám á Suðurlandi.

Formaður gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og stöðu mála.

Fylgiskjöl lögð fram frá fyrirtækinu Primordia sem hefur tekið að sér framkvæmdastjórn fyrir verkefnið.

3. Menningarsamningur.

Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 5. janúar 2007.

Drög að samningi ríkis og sunnlenskra sveitarfélaga og að samstarfssamningi sveitarfélaganna lögð fram.

Í bréfi ráðuneytisins kemur fram sá vilji að gerður verði sameiginlegur menningarsamningur fyrir Suðurkjördæmi.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

,,Stjórn SASS leggst gegn þeim hugmyndum sem fram koma í bréfi ráðuneytisins, enda er undirbúningsvinnu sveitarfélaganna á Suðurlandi löngu lokið fyrir menningarsamning fyrir Suðurland. Sú vinna öll var unnin í samræmi við stefnu ráðuneytisins og með vitund þess. Engin rök eru færð fyrir þessari stefnubreytingu ráðuneytisins sem virðist aðeins ná til Suðurkjördæmis. Í hinum landsbyggðarkjördæmunum virðist stefnt að þremur menningarsamningum í hvoru kjöræmi fyrir sig. Jafnframt óskar stjórn SASS eftir fundi með menntamálaráðherra um málið til að fá gleggri upplýsingar um stefnu ráðuneytisins. Æskilegt væri að fulltrúar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, sætu einnig þann fund. Óformlegar viðræður hafa þegar átt sér stað á milli SASS og SSS um málið.”

4. Vaxtarsamningur Suðurlands.

Lögð fram fundargerð stjórnar samningsins frá 19. desember sl.

5. Fundargerð Atvinnumálanefndar SASS frá 1. desember sl.

Í fundargerðinni kom fram að stefnt er að málþingi um atvinnumál 23. mars nk.

6. Fundargerð Samgöngunefndar SASS frá 15. desember sl.

Stjórn SASS tekur undir ályktun nefndarinnar um breikkun Suðurlandsvegar.

7. Bréf frá Eyþingi, dags. 28. desember 2006, varðandi fyrirhugaða stofnun landssamtaka landeigenda.

Samþykkt að senda erindið til aðildarsveitarfélaganna.

8. Bréf frá Rangárþingi ytra, dags. 24. nóvember 2007, varðandi breikkun Suðurlandsvegar.

Lagt fram.

9. Skipan fulltrúa SASS í Fagráð Sérdeildar Suðurlands við Vallaskóla.

Samþykkt að skipa Unni Brá Konráðsdóttur í ráðið. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við forráðamenn Árborgar um málefni sérdeildarinnar.

10. Málefni garðyrkjubrautar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum.

Ágúst Sigurðsson rektor háskólans skýrði frá skipulagi Landbúnaðarháskólans en hann varð til úr Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Hann fjallaði síðan um starfsemi háskólans. Starf endurmenntunardeildar skólans er rekið frá Reykjum. Hann lagði einnig fram stutt yfirlit um garðyrkjumál innan LbhÍ. Innihald garðyrkjunáms er svipað og verið hefur en er nú til endurskoðunar. Stefnt er að því að endurskoðuninni ljúki fyrir 15. apríl í vor. Sambærileg endurskoðun fer einnig fram á rannsóknum í garðyrkju og á að ljúka á sama tíma. Ágúst svaraði síðan fyrirspurnum stjórnarmanna en í máli þeirra kom fram ótti um framtíð starfseminnar á Reykjum.

11. Efni til kynningar.

a. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. desember sl.

b. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 27. nóvember sl.

c. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 22. nóvember sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

e. Efni frá landshlutasamtökunum.

12. Önnur mál.

a. Formanni og varaformanni falið að ræða við fulltrúa stjórnar Atvinuþróunarfélags Suðurlands um starf framkvæmdastastjóra AÞS og SASS.

Fundi slitið kl. 15.20

Gunnar Þorgeirsson

Björn B. Jónsson

Aldís Hafsteinsdóttir

Jóna Sigurbjartsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir

Þórunn Jóna Hauksdóttir

Þorvarður Hjaltason