fbpx

384. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, María Sigurðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Árni Jón Elíasson, Elliði Vignisson,

Ólafur Eggertsson, Þorvaldur Guðmundsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Sigurbjartur Pálsson og Guðrún Erlingsdóttir boðuðu forföll.

Dagskrá:

Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 12. apríl sl.

Fundargerðin kynnt.

Fundargerð samgöngunefndar frá 25. apríl sl.

Fundargerðin kynnt.

Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 21. mars 2005, varðandi rekstrarstöðvun kjötmjölsverksmiðju Förgunar ehf. í Hraungerðishreppi.

Lagt fram.

Afrit af bréfi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 15. mars 2005, til menntamálaráðherra um málefni símenntunarmiðstöðva.

Lagt fram.

Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi mál:

a. Tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005 – 2008, 721.mál.

a. Tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005 – 2008, 721.mál.

Lögð fram eftirfarandi umsögn sem unnin var af samgöngunefnd SASS og send hefur verið til samgöngunefndar Alþingis:

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mótmæla harðlega fram kominni tillögu að 4 ára samgönguáætlun. Í fyrsta lagi vegna þess að framlög lækka verulega til samgönguframkvæmda í heild og nemur lækkunin fyrir Suðurland um 400 milljónum króna eða um 100 millj. kr.á ári. Í öðru lagi vegna þess að samkvæmt áætluninni eru svikin gefin loforð um framkvæmdir við Suðurstrandarveg en þau voru gefin í tengslum við tilkomu Suðurkjördæmis. Rétt er að benda á í þessu sambandi að enn hefur ekki verið staðið við gefin fyrirheit samkvæmt síðustu áætlun um Bræðratunguveg/Hvítarbrú og

Gjábakkaveg . Í þriðja lagi mótmæla samtökin því sérstaklega að hlutur Suðurlands minnkar hlutfallslega frá því sem var á síðustu áætlun og var sá hlutur þó mjög rýr að teknu tilliti til vegalengda og umferðar. Þannig mun hlutur Suðurlands í stofnframkvæmdum í grunnneti lækka úr 6,4% niður í 5,5% á milli áætlana og hlutur Suðurlands í heild þegar tekið er tillit til framkvæmda utan grunnets lækka úr 10,1% niður í 8,9, sbr. meðfylgjandi töflur. Þetta gerist þrátt fyrir það að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi undanfarin tvö ár með öflugri skýrslugerð sýnt fram að vitlaust væri gefið í framlögum til vegamála og bent á að ekkert tillit væri tekið til vegalengda og umferðar og fengið lof fyrir m.a. frá formanni samgöngunefndar Alþingis. Samtökin hafa m.a. sýnt fram á með gildum rökum nauðsyn samgöngubóta á leiðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur og að stórauka þurfi framlög til tengivega, sbr. meðfylgjandi ályktun síðasta aðalfundar SASS. Tillagan kemur því framan í Sunnlendinga eins og köld vatnsgusa. Ef niðurstaðan verður sú sem tillagan gerir ráð fyrir þá virðast engin skynsamleg rök duga í samskiptum við háttvirt Alþingi.

Til að bíta höfuðið af skömminni, leyfir Alþingi sér síðan að senda jafn mikilvægt mál til umsagnar samtakanna með örstuttum umsagnarfresti þannig að ekki gefst eðlilegt ráðrúm til að fara yfir málið. Bréf samgöngunefndar Alþingis barst 20. apríl og umsögn SASS á á að hafa borist til Alþingis eigi síðar en 26.apríl. Á milli þessara dagsetninga eru 2 heilir vinnudagar. Þessi vinnubrögð eru algjörlega óþolandi og Alþingi til vansæmdar.

Meðfylgjandi er ályktun síðasta aðalfundar SASS um samgöngumál, þar sem fram koma m.a. hugmyndir að breyttum vinnubrögðum við töku ákvarðana í samgöngumálum og einnig, vegna fyrirhugaðrar lækkunar á framlögum til vegamála, að framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng verði frestað. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ítreka þá afstöðu.“

Stjórn SASS staðfestir umsögnina. Jafnframt hvetur stjórn SASS þingmenn Suðurkjördæmis til að rétta hlut Sunnlendinga við lokaafgreiðslu samgönguáætlunarinnar.

b. Frumvarp til laga um landbúnaðarstofnun, 700. mál. og frumvarp til laga um breyt. á ýmsum lögum við stofnun landbúnaðarstofnunar, 701. mál

Stjórn SASS mælir með samþykkt frumvarpsins og beinir því til landbúnaðaráðherra að velja hinni nýju stofnun stað á Suðurlandi. Suðurland er stærsta landbúnaðarhérað landsins og því eðlilegt að helsta eftirlitsstofnun landbúnaðarins sé staðsett þar. Rétt er einnig

að minna á að helstu stofnanir landbúnaðarins eru í öðrum landshlutum en Suðurlandi.

c. Frumvarp til laga um skipan ferðamála, 735. mála, heildarlög.

Lagt fram.

d. Tillögu til þingsályktunar um staðbundna fjölmiðla, 234. mál.

Lögð fram.

e. Frumvarp til laga um uppboðsmarkaði sjávarafla, 677. mál, heildarlög.

Lagt fram.

f. Tillögu til þingályktunar um ferðamál, 678. mál, heildartillaga 2006 – 2015.

Lögð fram.

Stjórn SASS beinir því til Alþingis að öll vinnubrögð varðandi umsagnir um þingmál verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar með það að markmiði að tryggja sem vandaðasta og málefnalegasta umfjöllun. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir það ekki. Einnig bendir stjórn SASS, vegna þess tímaskorts sem virðist hrjá starfsemi Alþingis að eðlilegt væri að lengja starfstíma Alþingis. Stjórn SASS er sannfærð um að slík lenging yrði öllum til hagsbóta.

Viðræður við menntamálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá viðræðum við ráðherra um gerð menningarsamnings, málefni Íþróttamiðstöðvarinnar að Laugarvatni og málefni símenntunarmiðstöðva. Lítil hreyfing virðist vera á þessum málum öllum skv. svörum ráðherra.

Samþykkt að leggja fram tillögu á næsta fundi um skipun menningarnefndar sem hefði það verkefni að endurskoða drög að menningarsamningi.

Staða sveitarfélaga eftir dóm Hæstaréttar um rétt fólks til að eiga lögheimili í sumarhúsabyggðum.

Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar frá 14. apríl 2005, þar sem veitt er heimild til að skrá lögheimili í skipulagðri frístundabyggð, skorar stjórn SASS á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að lög nr. 21/1990 um lögheimili verði endurskoðuð með það í huga að komið verði í veg fyrir að hægt sé að skrá lögheimili í skipulagðri frístundabyggð. Ljóst er að ef lögin standa óhögguð munu þau kalla á verulega aukna þjónustu og kostnað sveitarfélaganna og einnig er litið fram hjá rétti þeirra mörgu sem hafa reist sér sumarhús á þar til skipulögðum svæðum.

Viðræður við forsvarsmenn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands um sameiginleg verkefni.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá.

Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 5. apríl 2005, varðandi lokatillögur sameiningarnefndar.

Lagt er til að fjölmennasta sveitarfélagið , þar sem lagt er tilaðsveitarfélögverðisameinuð , boði til fyrsta fundar samstarfsnefndar.

Málþing um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Farið yfir dagskrá málþingsins sem haldið verður á Hótel Selfossi á morgun 29. apríl.

Áritun ársreikninga 2004.

Farið yfir dagskrá málþingsins sem haldið verður á Hótel Selfossi á morgun 29. apríl.

Áritun ársreikninga 2004.

Ársreikningarnir áritaðir.

Efni til kynningar

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.apríl sl.

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.apríl sl.

Tekið undir ályktun stjórnarinnar um málefni kjötmjölsverksmiðjunnar í Hraungerðishreppi.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Önnur mál.

a. Samþykkt að halda aðalfund SASS á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 22.15

Gunnar Þorgeirsson

María Sigurðardóttir

Elín B. Sveinsdóttir

Gylfi Þorkelsson

Árni Jón Elíasson

Gylfi Þorkelsson

Elliði Vignisson

Ólafur Eggertsson

Þorvaldur Guðmundsson

Þorvarður Hjaltason