fbpx

383. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

fimmtudaginn 17. mars kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, María Sigurðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Árni Jón Elíasson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson og Guðrún Erlingsdóttir voru í símasambandi.

Ólafur Eggertsson, Þorvaldur Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson og varamenn þeirra boðuðu forföll.

Dagskrá:

Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 16. mars.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. mars.

Til kynningar.

Fundargerðir heilbrigðismálanefndar frá 4. mars og 15. mars sl.

Samkvæmt þeim verður haldið málþing í samvinnu SASS og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi 29. apríl nk.

Fundargerðirnar staðfestar.

Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 8. mars sl.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerð stóriðjunefndar frá 4. mars sl.

Fundargerðin staðfest.

Samgöngumál.

Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá viðræðum við forsvarsmenn Reykjavíkur og þingmenn Suðurkjördæmis um nauðsyn samgöngubóta.

Byggðaþróun og samkeppnishæfni á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Verkefni á vegum Iðnaðarráðuneytisins sem hleypt var af stokkunum 11. mars sl.

Skipuð hefur verið 9 manna verkefnisstjórn sem fari með umsjón verkefnisins og er hlutverk hennar að gera tillögu til iðnaðarráðherra um stefnumörkun í byggðamálum á Suðurlandi, m.a. með sérstöku tilliti til Vestmannaeyja og hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Framkvæmdastjóri SASS og tveir stjórnarmenn eiga sæti í verkefnisstjórninni.

Stjórn SASS fagnar þessu framtaki og vonast til að verkefnið skili góðum árangri.

Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 7. mars 2005, varðandi ályktun stjórnar SASS á síðasta stjórnarfundi um málefni símenntunarmiðstöðva.

Stjórn SASS ítrekar afstöðu sína sem fram kom í umræddri ályktun og telur ekkert hafa komið fram sem hnekki því sem þar stendur.

Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi tillögu til þingsályktunar um verndaráætlun fyrir svæði sem eru ósýkt af sauðfjárriðu, 461. mál.

Lögð fram.

Fyrirhuguð sala á grunnneti Símans og áhrif þess fyrir landsbyggðina.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt. Herdís sat hjá.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt. Herdís sat hjá.

,, Í ljósi umræðu um fyrirhugaða sölu á Símanum og þar með grunnneti hans hvetur stjórn SASS Alþingi og ríkisstjórn til að búa svo um hnúta að tryggt verði að síma- og gagnaflutningsþjónusta sem og verðlagning hennar verði með sambærilegum hætti hvar sem er á landinu, annaðhvort með því að hætta við sölu á grunnnneti Símans eða með öðrum ráðstöfunum.

Ljóst er að ef Síminn verður seldur til einkaaðila munu markaðs- og arðsemissjónarmið eigenda ráða för og því er hætt við að í dreifbýlishéruðum verði þjónusta símafyrirtækja bæði lakari og dýrari. Í samfélagi sem í æ ríkari mæli reiðir sig á símafjarskipti og gagnaflutninga þá getur slík skilyrðislaus sala Símans valdið landsbyggðinni ómældum búsifjum.“

Stytting náms til stúdentsprófs og áhrif hennar á starfsemi og rekstrarkostnað grunnskólans.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

,,Stjórn SASS telur að fyrirhuguð stytting náms til stúdentsprófs muni auka kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla. Málefni grunnskóla eru eitt stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaganna og því mikilvægt að vel sé vandað til verka. Stjórn SASS hvetur eindregið til að umræddar breytingar verði ekki að veruleika nema tryggt sé að nám skerðist ekki og að breytingarnar leiði ekki til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Að öðru leyti tekur stjórn SASS undir ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. febrúar sl. um sama efni.“

Flutningur opinberra starfa út á land.

Stjórn SASS samþykkir að fela framkvæmdastjóra í samvinnu við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja að taka saman skýrslu um stöðu mála varðandi framkvæmdir vegna byggðastefnu ríkisstjórnarinnar um áform um flutning opinberra stofnana á landsbyggðina. Kortleggja skal fjölda og eðli stöðugilda ríkisins á starfsvæði SASS og jafnframt þróun opinberra starfa á svæðinu auk þess sem settar skulu fram vangaveltur um styrk hvers svæðis fyrir sig og möguleika þess til að taka á móti ríkisstörfum eða stofnunum.

Greinargerð

Aukin umsvif opinberra stofnana á landsbyggðinni hafa lengi verið í deiglunni. Í þessu sambandi samþykkti Ríkisstjórn Íslands þingsályktunartillögu þann 3. maí 2002 um byggðaáætlun 2002 – 2005, þar sem m.a. segir um opinbera þjónustu:

Aukin umsvif opinberra stofnana á landsbyggðinni hafa lengi verið í deiglunni. Í þessu sambandi samþykkti Ríkisstjórn Íslands þingsályktunartillögu þann 3. maí 2002 um byggðaáætlun 2002 – 2005, þar sem m.a. segir um opinbera þjónustu:

„Í mörgum nágrannalöndum hefur verið tekið tillit til byggðasjónarmiða við uppbyggingu opinberrar þjónustu. Þannig hefur stofnunum sem þjóna öllu landinu verið valinn staður annars staðar en í höfuðborginni. Þessari aðferð þarf að beita hér á landi í meira mæli en gert hefur verið. Í því sambandi skyldi fyrst og fremst horft til helstu byggðakjarna á landsbyggðinni.“

Mikilvægt er að SASS láti kanna hvernig ríkisstjórninni hefur tekist að framfylgja þessari samþykkt hvað Suðurland varðar.

Áritun ársreikninga

Áritun frestað til næsta fundar.

Áritun frestað til næsta fundar.

Efni til kynningar

a. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurl. frá 4. mars sl.

b. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 1. mars sl.

c. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

a. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurl. frá 4. mars sl.

b. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 1. mars sl.

c. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Næsti fundur verður 28. apríl nk. kl. 20.00

Fundi slitið kl. 17:40.

Gunnar Þorgeirson

María Sigurðardóttir

Herdís Þórðardóttir

Elín B. Sveinsdóttir

Árni Jón Elíasson

Gylfi Þorkelsson

Þorvarður Hjaltason