fbpx

379. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi

miðvikudaginn 20. október 2004, kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, Þorsteinn Hjartarson, Sveinn Pálsson, Einar Pálsson, Sigurður Bjarnason, Margrét K. Erlingsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðrún Erlingsdóttir og Elliði Vignisson voru í símasambandi.

Sigurbjartur Pálsson og varamaður hans boðuðu forföll.

Dagskrá:

Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 7. október sl. ásamt bréfi frá forstöðumanni skrifstofunnar, dags. 6. október 2004, vegna bókunar í stjórn SASS 1. október sl. Einnig lögð fram áætlun og greinargerð um sérdeild við Gaulverjabæjarskóla.

Kristín Hreinsdóttir gerði fyrst grein fyrir bréfinu, en þar kemur fram að hún telur að bókun SASS um að skrifstofan haldi námskeið um lestrarskimanir fyrir grunnskólakennara, þannig að skólarnir geti sjálfir séð að fullu um lestrarskimanir byggist á misskilningi þar sem hluti þessara skimana megi sérkennarar aðeins leggja fyrir, sérkennarar séu ekki starfandi við alla skóla á Suðurlandi.

Þá lagði hún fram tillögu að orðalagsbreytingu í Stofnsamningi Skólaskrifstofu Suðurlands f.h. stjórnar skrifstofunnar.

Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar.

Kristín gerði síðan grein fyrir tillögum um stofnun sérdeildar fyrir börn með geð- og tilfinningaraskanir í Gaulverjabæjarskóla.

Samþykkt að halda sérstakan kynningarfund um málið. Tillögunni ásamt greinargerðinni vísað til aðalfundar.

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 5. október sl.

Til kynningar.

Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 13. október sl., ásamt tillögu nefndarinnar um endurskoðun á samgönguáætlun 2005 – 2008.

Fundargerðin samþykkt og tillagan samþykkt með lítilsháttar breytingum sem ályktum stjórnar SASS.

Ályktunin er eftirfarandi:

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja fram eftirfarandi tillögur vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar 4 ára samgönguáætlunar Alþingis.

Úrbætur á leiðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja til að nauðsynlegar úrbætur, þ.e. fjölgun akgreina úr tveimur í þrjár, verði gerðar á leiðinni frá Selfossi til Reykjavíkur. Á síðastliðnum 12 árum hefur bílaumferð aukist á bilinu 50 – 61 % eftir vegarköflum sbr. meðfylgjandi töflu og verulegar líkur eru á því að sama þróun haldi áfram á næstu árum.

Í því sambandi má nefna verulegan vöxt og íbúafjölgun á á Árborgarsvæðinu, mikla fjölgun orlofshúsa, aukna þungaflutninga í kjölfar þess að strandflutningum hefur verið hætt og mjög mikla fjölgun og breytt ferðamynstur erlendra ferðamanna en spáð er að þeim fjölgi úr 300 þúsundum á ári í eina milljón á næstu 15 árum.

Útreikningar Vegagerðarinnar benda til að fjölgun í þrjár akgreinar á þessari leið kosti um 650 milljónir króna. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja höfuðáherslu á að þessi framkvæmd fari inn á vegaáætlun og umræddar úrbætur verði gerðar á næstu fjórum árum. SASS leggur áherslu á að við þessar framkvæmdir verði gert ráð fyrir enn frekari úrbótum í framhaldinu m.a. fjölgun í 4 akreinar.

árum. SASS leggur áherslu á að við þessar framkvæmdir verði gert ráð fyrir enn frekari úrbótum í framhaldinu m.a. fjölgun í 4 akreinar. Verulega aukin framlög til tengi- og safnvega

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja til að framlög til tengivega verði fjórfölduð, eða í 600 millj. kr. á ári, frá því sem nú er. Á Suðurlandi er samanlögð vegalengd tengivega um 1000 km eða um 26% allra tengivega í landinu. Miðað við núverandi framlög og framkvæmdahraða má ætla að uppbyggingu þessara vega ljúki ekki fyrr en að 80 árum liðnum. Mikilvægt er að hafa í huga að mikilvægi tengivega hefur breyst verulega á undanförnum vegna breyttra atvinnuhátta í sveitum og mikillar fjölgunar ferðamanna.

Bættar samgöngur til Vestmannaeyja

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja til að gerðar verði nauðsynlegar rannsóknir á úrbótum á samgöngum til Vestmannaeyja og gert verði ráð fyrir fjármunum í því skyni. Mikilvægt er að gera slíkar rannsóknir áður en teknar verða ákvarðanir um kostnaðarsamar framkvæmdir, hvort sem um jarðgöng eða ferjuhöfn er að ræða. Stoðir byggðar í Vestmannaeyjum hafa veikst á undanförnum árum og ljóst að úrbætur í samgöngumálum eru mikilvægasta einstaka atriðið til að sporna gegn þeirri þróun. Efnahagsleg þýðing þessa fyrir allt þjóðfélagið er einnig mjög mikil þar sem Vestmannaeyjar er enn sem fyrr einn mikilvægasti útgerðarstaður landsins.

Allar stofnbrautir inn á vegaáætlun

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja til að sá hluti Skeiða- og Hrunamannavegar sem ekki er inni á vegaáætlun verði tekinn inn á áætlun. Umræddur vegur er eina stofnbrautin á Suðurlandi sem ekki er á vegaáætlun og auk þess er slysatíðni á veginum há.

Hlutur Suðurlands í vegafé aukinn

Þegar tekin verður afstaða til ofangreindra tillagna leggja Samtökin áherslu á að tekið verði tillit til þess að hlutur Suðurlands í samgönguframkvæmdum samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er óeðlilega lítill og ekki viðunandi sbr. meðfylgjandi skýrslu, en samkvæmt núgildandi 4 ára áætlun er hlutur Suðurlands í framlögum til vegamála á landsbyggðinn 7.2 % á meðan 15% stofnbrauta eru á Suðurlandi og 26% tengivega auk þess sem augljóst er að umferð um þessa vegi er mun meiri en víðast hvar annars staðar.

Skerðing framlaga átalin

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga átelja þau áform sem koma fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 um að lækka framlög til vegamála um tæplega einn milljarð króna og telja þvert á móti mikilvægt að framlög til samgöngumála verði aukin frá því sem nú er vegna brýnna þarfa nútímasamfélags fyrir bættar samgöngur. Samtökin benda einnig á að samgönguframkvæmdir kalla ekki á aukin útgjöld eins og ýmsar aðrar framkvæmdir heldur draga þær oft á tíðum úr útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og almennings. Ef um niðurskurð verður að ræða leggja Samtök sunnlenskra sveitarfélaga áherslu á að ekki verði um flatan niðurskurð að ræða og benda á að eðlilegt væri þá að fresta fyrirhuguðum jarðgangaframkvæmdum á Norðurlandi.

Skýrsla samgöngunefndar verður send út með aðalfundargögunum.

Fundargerð heilbrigðismálahóps frá 12. október sl.

Fundagerðin staðfest. Skýrsla starfshópsins verður send út til aðalfundarfulltrúa með fundargögnum.

Tillaga starfshóps um endurskoðun á samstarfi sunnlenskra sveitarfélaga.

Einnig ræddar athugasemdir Þorsteins Hjartarsonar sem sendar voru fundarmönnum í tölvupósti.

Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar með lítilsháttar breytingu.

Tillaga starfshóps um endurskoðun á lögum SASS. Lagt er til að í framkvæmdaráði sitji 5 fulltrúar en ekki 3 eins og í tillögu sem lögð var fram á síðasta fundi.

Tillagan samþykkt með lítilsháttar breytingum og jafnframt að vísa tillögunni til aðalfundar.

Drög að ársskýrslu stjórnar SASS.

Samþykkt að vísa henni til aðalfundar.

Fjárhagsáætlanir SASS, HES og SKS 2005.

Samþykkt að vísa áætlunum til aðalfundar og jafnframt að með fylgi áætlun um breytingar á efnahag.

Aðalfundur SASS – drög að dagskrá.

Drögin samþykkt með áorðnum breytingum.

Efni til kynningar:

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. október sl.

b. Efni frá verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

c. Ályktun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um vegamál.

d. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19:10

Gunnar Þorgeirsson

Ágúst Ingi Ólafsson

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Þorsteinn Hjartarson

Margrét K. Erlingsdóttir

Einar Pálsson

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. október sl.

b. Efni frá verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

c. Ályktun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um vegamál.

d. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19:10

Gunnar Þorgeirsson

Ágúst Ingi Ólafsson

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Þorsteinn Hjartarson

Margrét K. Erlingsdóttir

Einar Pálsson

Sigurður Bjarnason

Sveinn Pálsson

Þorvarður Hjaltason