fbpx

375. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

föstudaginn 2. apríl 2004, kl. 14.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Guðmundson, Þorsteinn Hjartarson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sveinn Pálsson, Margrét Erlingsdóttir, Sigurbjartur Pálsson, Elliði Vignisson og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Guðrún Erlingsdóttir boðaði forföll. Gestur fundarins Kristín Hreinsdóttir.

Dagskrá:

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. mars sl.

Til kynningar.

Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 25. mars sl.

Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður gerði grein fyrir hugmyndum um stofnun sérkennslu- og meðferðardagdeildar fyrir börn með geðrænan og félagslegan vanda. Jafnframt gerði hún grein fyrir breytingu á reglugerð um sérfræðiþjónustu og þeirri vinnu og kostnaði sem hún kallar á.

Fundargerðin staðfest.

Greinargerð um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi sbr. bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 19. febrúar 2004, þar sem óskað er samstarfs um öflun og vinnslu upplýsinga vegna vinnslu tillagna um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi.

Greinargerðin samþykkt með lítils háttar breytingum.

Tilaga að stofnkostnaðarþátttöku sunnlenskra sveitarfélaga í Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni, sbr. bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 10. febrúar 2004, en um það var fjallað á síðasta fundi.

Minnisblað frá 8. mars sl. lagt fram.

Samþykkt að senda tillöguna til aðildarsveitarfélaganna.

Bréf frá áhugahópi um starfsemi íþróttahúss á Kirkjubæjarklaustri, dags. 8. mars 2004, þar sem óskað er fjárstyrks.

Erindinu hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum af þesssu tagi í fjarhagsáætlun SASS.

Greinargerð um samstarf SASS og Sorpstöðvar Suðurlands.

Greinargerðin rædd og um stjórnunarlegarlegan aðskilnað SASS og Sorpstöðvar Suðurlands.

Samþykkt að skipa þriggja manna starfshóp sem hefur það verkefni að leggja fram tillögu um málið á næsta fundi. Í starfshópinn voru skipuð Gunnar Þorgeirsson, Ágúst Ingi Ólafsson og Margrét K. Erlingsdóttir.

Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin þingmál:

a. Tillaga til þingsályktunar um vetnisráð, 452. mál.

Ekki er tekin afstaða til tillögunnar.

b. Tillaga til þingsályktunar um erlendar starfsmannaleigur 125. mál. Stjórn SASS mælir með samþykkt tillögunnar leggur til að jafnframt verði tryggt að útsvör vegna erlendra starfsmanna starfsmannaleigna skili sér til sveitrafélaga í samræmi við lög.

c. Tillaga til þingsályktunar um jarðgöng í Reynisfjalli, 367. mál.

Stjórn SASS mælir með samþykkt tillögunnar.

d. Frumvarp til útvarpslaga o.fl., 337. mál, stofnun hlutafélags, útvarpsgjald o.fl.

Ekki er tekin afstaða til tillögunnar.

e. Frumvörp varðandi skipulag raforkumála.

i. Frumvarp til laga um Landsnet hf. 737. mál.

ii. Frumvarp til raforkulaga, 740. mál, flutningur raforku,

gjaldskrár o.fl.

iii. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku,

747. mál.

Stjórn SASS leggst ekki gegn samþykkt frumvarpanna, en leggur áherslu á, við þær breytingar sem eru framundan á skipulagi raforkumála, að raforkuverð hækki ekki , hvorki til almennings né fyrirtækja og að ekki verði dregið úr þjónustu og öryggi raforkukerfisins.

Efni til kynningar:

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31. mars. Verður lögð fram á fundinum.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

a. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31. mars. Verður lögð fram á fundinum.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Ársreikningar SASS, HES og Skólaskrifstofu fyrir 2003 áritaðir.

Önnur mál.

a. Lögð fram fundargerð fagráðs Sérdeildar Vallaskóla frá 24. mars sl.

Gunnar Þorgeirsson Ragnheiður Hergeirsd. Ágúst Ingi Ólafsson

Þorvaldur Guðmundsson Margrét K. Erlingsdóttir Sveinn Pálsson

Sigurður Bjarnason Þorsteinn Hjartarson Elliði Vignisson

Sigurbjartur Pálsson Þorvarður Hjaltason