fbpx

356. stjórnarfundur SASS, haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, þriðjudaginn 17. september 2002, kl. 16.00.

Mætt: Valtýr Valtýsson, Torfi Áskelsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sigurður Bjarnason, Sveinn A. Sæland, Sveinn Pálsson, Þorsteinn Hjartarson, Þorvaldur Guðmundsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Valtýr Valtýsson setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

Dagskrá:

1. Fundartími stjórnar.

Samþykkt að halda reglulega fundi stjórnar SASS 1. miðvikudag hvers mánaðar kl. 16.00

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20. ágúst sl.

Til kynningar.

3. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 26. ágúst sl.

Fundargerðin staðfest.

4. Bréf frá Ágústu Gunnarsdóttur sálfræðingi, dags. 16. ágúst 2002, varðandi greiðslu orlofs á yfirvinnu.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá forsögu málsins. Stjórnin samþykkti að hafna erindinu og vísar til fyrri afstöðu stjórnar sbr. 4. lið fundargerðar stjórnar SASS frá 20. mars 2002. Sigurður Bjarnason og Sveinn A. Sæland sátu hjá.

5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. ágúst 2002, varðandi landsþing sambandsins og tillögur að breytingum á lögum sambandsins.

Lagt fram.

6. Viðræður við Vestmannaeyjabæ um ýmis sameiginleg málefni.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá viðræðum við fulltrúa bæjarins sem voru gestir á nýafstöðnum aðalfundi SASS. Stefnt er að öðrum fundi formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra með fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í október nk.

7. Fundargerð aðalfundar SASS frá 30. og 31. ágúst sl.

Eftirfarandi ályktunum var beint til stjórnar:

a. Ályktun um háskólanám á Suðurlandi.

Samþykkt að skipa þriggja manna samstarfsnefnd sem marki stefnu um frekari uppbyggingu háskólanáms á Suðurlandi. Samstarfsnefndin taki upp viðræður við menntamálaráðherra um framtíð háskólanáms. Framkvæmdin verði unnin í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands. Eftirtaldir voru skipaðir í nefndina: Ásmundur Sverrir Pálsson, Margrét Einarsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson. Framkvæmdastjóri starfi með nefndinni.

b. Ályktun um samgönguþing SASS.

Samþykkt að stena að sérstökum aukafundi um samgöngumál á Suðurlandi í nóvember nk. með sveitarstjórnum, þingmönnum, vegagerðinni og samgönguráðherra með það að markmiði að fundurinn samþykki samræmda samgönguáætlun fyrir Suðurland.

Samþykkt að skipa eftirtalda í undirbúningshóp vegna þingsins: Valtý Valtýsson, Svein A. Sæland og Bryndísi Harðardóttur. Framkvæmdastjóri vinni með hópnum.

c. Ályktun um hlutverk og verkefni SASS.

Samþykkt að skipa fimm manna nefnd með þremur fulltrúum úr stjórn SASS, ásamt fulltrúum frá heilbrigðiseftirliti og skólaskrifstofu til að ljúka vinnu við endurskoðun á hlutverki og verkefnum SASS í samræmi við ályktun aðalfundarins. Haldinn verði aukaaðalfundur um tillögur nefndarinnar eigi síðar en 15. nóvember nk. Eftirtaldir voru skipaðir í nefndina úr stjórn SASS: Valtýr Valtýsson, Þorvaldur Guðmundsson og Sigurður Bjarnason. Úr heilbrigðisnefnd Suðurlands var skipaður Gunnar Þorkelsson og úr stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands Gunnar Þorgeirsson.

Farið var yfir aðrar ályktanir fundarins og lögð fram bréf þar að lútandi til ýmissa aðila.

8. Efni til kynningar:a. Fundargerðir frá Sorpstöð Suðurlands.

b. Efni frá landshlutasamtökunum.

c. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

a. Fundargerðir frá Sorpstöð Suðurlands.

b. Efni frá landshlutasamtökunum.

c. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

9. Önnur mál.a. Þorsteinn Hjartarson vakti athygli á nýafstöðnum aukafundi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, þar sem hann taldi að stjórn og framkvæmdastjóri sjóðsins hefðu ekki staðið rétt að málum í ljósi skriflegs álits frá Félagsmálaráðuneytinu frá 6. september sl. Málið rætt og tóku flestir sem til máls tóku undir þau sjónarmið sem komu fram hjá Þorsteini.

Fundi slitið kl. 18.40

a. Þorsteinn Hjartarson vakti athygli á nýafstöðnum aukafundi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, þar sem hann taldi að stjórn og framkvæmdastjóri sjóðsins hefðu ekki staðið rétt að málum í ljósi skriflegs álits frá Félagsmálaráðuneytinu frá 6. september sl. Málið rætt og tóku flestir sem til máls tóku undir þau sjónarmið sem komu fram hjá Þorsteini.

Fundi slitið kl. 18.40

Valtýr Valtýsson
Torfi Áskelsson
Ágúst Ingi Ólafsson
Sigurður Bjarnason
Sveinn A. Sæland
Sveinn Pálsson
Þorsteinn Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsd.
Þorvarður Hjaltason