fbpx

3. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2019 
Austurvegi 56, 20. maí, kl. 15:00 

Boðuð á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar, Arna Ósk Harðardóttir, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland.

Mætt á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar, Arna Ósk Harðardóttir (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson og Sveinn A. Sæland. Elís Jónsson boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar SASS, Bjarni Guðmundsson framkvæmarstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Arna Ír Gunnarsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Stefnumótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024

a) Héðinn Unnsteinsson frá Capacent kynnti niðurstöður íbúafunda um atvinnu- og menningarmál sem haldnir voru nýverið. Fundirnir voru haldnir um allan landshlutann, Vestmannaeyjum, Höfn, Vík, Klaustri, Hvolsvelli, Selfossi og Flúðum. Samandregnar niðurstöður fundanna verða lagðar fyrir fund samráðsvettvangs um mótun Sóknaráætlunar Suðurlands til 2024.

b) Héðinn kynnti jafnframt tillögur að fyrirkomulagi að næstu skrefum í stefnumótunarferlinu og skipulag fundar samráðsvettvangs 23. maí n.k.
.

2. Innsendar tillögur að áhersluverkefnum

Nokkrar tillögur hafa borist að nýjum verkefnum. Samþykkt að fresta ákvörðun um ný áhersluverkefni fram á haustmánuði.

3. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða landshluta 2019

Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim þremur umsóknum sem sendar voru inn frá SASS vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Þar hlaut ein umsókn frá SASS styrk og var það Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri að upphæð 67,5 mkr.

4. Aðgerð C.9. í Byggðaáætlun; Náttúruvernd og efling byggða

Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim tillögum sem bárust og sendar voru til ráðuneytisins. Formaður stjórnar SASS ásamt umhverfisráðherra skrifuðu undir samning þess efnis s.l. fimmtudag. Skrifað var undir samning milli SASS og Umhverfisráðuneytisins. Út frá þeim tillögum sem bárust er stefnt að tveimur verkefnum í landshlutanum. Annars vegar um verndun jarðvætta (e. geosites) í Kötlu jarðvangi, einkum þau svæði sem metin eru alþjóðlega mikilvæg. Hins vegar um svæði vaðfugla í Skarðsfirði og á leirum með aðkomu Náttúrustofu Suðausturlands.

5. Mat á árangri sóknaráætlana

Til kynningar skýrsla um mat á árangri sóknaráætlana, unnin af Evris ehf. fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

6. Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi

Til kynningar lokaskýrsla um veðurfarsskilyrði fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi.

7. Format á veðurskilyrðum fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi

Til kynningar lokaskýrsla um veðurfarsskilyrði fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi.

8. Samantekt áhersluverkefna á sviði menningarmála í öllum landshlutum

Til kynningar samantekt sem ráðgjafar SASS tóku saman um áhersluverkefni sem unnin hafa verið af landshlutasamtökum á grunni sóknaráætlana frá upphafi samninga.

9. Menningarmiðstöð Hornarfjarðar

Til kynningar staðfesting á framlagi frá ríkinu vegna viðaukasamnings sóknaráætlunar um Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

10. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál

Til kynningar fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál nr. 49., 50., 51. og 52.

Fundi slitið kl. 16:45.