Markmið

Fræða og miðla upplýsingum um umhverfismál til Sunnlendinga og hvetja til umhverfismeðvitaðra ákvarðana í daglegu lífi.

Verkefnislýsing

Miðlun fræðslu og fróðleiks um umhverfismál gegnum fréttabréf, heimasíðu, samfélagsmiðla og pistla í héraðsfréttablöðum.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Tvö af markmiðum sóknaráætlunar 2020-2024 eru að auka bindingu og draga úr losun CO2 um 10% fyrir 2025.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Aukin fræðsla um umhverfismál styður við mörg markmið Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega þó þeirra sem stuðla að minna sorpi og mengun, t.d. markmið 6.3 sem fjallar um vatnsgæði.

Árangursmælikvarðar

Sýnileiki og regluleg miðlun fræðslu.

Lokaafurð

Bætt umhverfisvitund.
Verkefnið felur ekki í sér lokaafurð enda er um miðlun upplýsinga og fræðslu að ræða, verkefnið ætti að halda áfram þar til ekki er lengur þörf á umhverfisfræðslu.


Verkefnastjóri
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Sveitarfélög á Suðurlandi, Sorpstöð Suðurlands, Terra, Íslenska gámafélagið, Björney umhverfisráðgjöf, UMÍS ehf. Environice, Vestfjarðarstofa.
Heildarkostnaður
8.000.000 kr. 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
8.000.000 kr. 
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
verkefnið hefst í febrúar 2020 og lýkur í janúar 2021 (verkefni er þegar í gangi og skipulagt til eins árs í einu)
Staða
Í vinnslu
Númer
203011

Afurðir:

Verkefnið var sett á ís í mars vegna Covid en hefur nú verið sett af stað á ný. Í mótun er ný áætlun vegna þeirra breytinga sem urðu á árinu. Það sem hefur verið unnið á árinu er eftirfarandi:

 

Hluti af því efni sem við höfum unnið og deilt á samfélagsmiðla: