fbpx

Föstudaginn 30. mars nk. verður haldið málþing á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Vinnumálastofnun  á Suðurlandi.

 

Á málþinginu verður fjallað um framtíð Suðurlands, þau tækifæri sem svæðið býður upp á og  hvernig best er að nýta þau.  Meðal fyrirlesara verða:  Andri Snær Magnason rithöfundur,  Friðrik Sophusson forstjóri  Landsvirkjunar, Friðrik Pálsson formaður stjórnar Vaxtarsamnings Suðurlands, Sigurður Jóhannesson Hagfræðistofnun H.Í. Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri Rangárþings eystra, Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur,Gunnar Steinn Pálsson framkvæmdastjóri, ….

Sveinn  Aðalsteinsson prófessor og  Runólfur Ágústsson fyrrv. rektor.

Málþingið fer fram í  stærri sal Selfossbíós og stendur frá kl. 11.00 – 16.00.