fbpx

Markmið

  1. Að rannsaka og greina með hvaða hætti framhaldskólanemendur ferðast til og frá skóla.
  2. Að kanna af hverju almennissamgöngur eru ekki meira notaðar.
  3. Brugðist verður við niðurstöðunum með aðgerðaráætlun sem verður í formi fræðslu og kynningarefnis.

Verkefnislýsing

Gerð verður könnun á meðal íbúa Suðurlandi sem eru 18 ára og eldri um ferðahegðun til og frá vinnu, námi og tómstundum. Til að nálgast þennan hóp verður meðal annars stuðst við þjónustu markaðsrannsóknarfyrirtækis sem mun leggja fyrir þennan hóp spurningar. Auk þess verða spurningar sendar beint á nemendur með póstlistum framhaldsskólanna á Suðurlandi til að fá ítarlegri svör. Spurningar verða einnig lagðar fyrir rýnihópa sem verða samsettir af nemendum á framhaldsskólastigi frá 4-5 svæðum innan Suðurlands. Brugðist verður við niðurstöðunum með aðgerðaráætlun sem verður í formi fræðslu og kynningarefnis.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið fellur einna helst að framtíðarsýn sóknaráætlunar um „hvetjandi umhverfi til menntunar, rannsókna og þróunar“.

Verkefnið styður einnig við megin áherslur sóknaráætlunar um að auka samvinnu milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum og um að hækka menntundarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð. 

Einnig gagnvart sértæku markmiði á sviði menntamála, sem er ;“Tryggja jafnt aðgengi að menntun um allan landshlutann“.

Lokaafurð

Niðurstöður um af hverju almenningssamgöngur eru ekki meira notaðar. 
Að auka notkun almenningssamgangna í hópi ungmenna á Suðurlandi.

Verkefnastjóri
Raquel Díaz   
Verkefnastjórn
Raquel Díaz, Bjarni Guðmundsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Strætó og Fjölbrautaskóli Suðurlands
Heildarkostnaður
8.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Árið 2016