fbpx

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur styrkt Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vegna tveggja verkefna. Annars vegar viðskiptahraðalsins Sóknarfæri í nýsköpun og hins vegar Úrgangsgagnatorgs.

Markmið verkefnisins Sóknarfæri í nýsköpun er að auka hvata til nýsköpunar á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfið. Jafnframt því að kynna stoðkerfi nýsköpunar á Suðurlandi og hrinda af stað fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála, sbr. nánari umfjöllun á heimasíðu ráðuneytisins hér

Markmið verkefnisins Úrgangstorg er að samræma úrgangsgögn sveitarfélaga á landsvísu og vinna að opinberri birtingu þeirra gagna og stuðla að snjallvæðingu úrgangsmála á Suðurlandi á árinu 2023. Markmiðið með þessari vinnu er að flýta fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og auka gagnsæi og yfirsýn sveitarfélaga í þessum málaflokk. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti um styrkveitingu til Sóknarfæra í nýsköpun og Úrgangsgagnatorgs er hann var á ferð um Suðurland þann 31. janúar síðastliðinn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, stjórnarformaður SASS.