fbpx

Ákveðið var á stjórnarfundi SASS í apríl 2017 að skipa orkunýtingarnefnd SASS. Tilgangurinn með vinnu nefndarinnar var að marka stefnu fyrir Suðurland í orkunýtingamálum. Sýn stjórnar SASS er að orkunýtingaáætlun Suðurlands muni nýtast til þess að tryggja enn frekar að orka sem framleidd er á Suðurlandi nýtist í landshlutanum og þar með samfélaginu til hagsbóta.

Orkunýtingarnefnd SASS var skipuð eftirtöldum: Jón Valgeirsson formaður, Gunnsteinn Ómarsson, Eva Björk Harðardóttir, Nanna Jónsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.

Orkunýtingarnefnd SASS skilaði tillögu að orkunýtingarstefnu SASS 2017 – 2030 fyrir ársþing samtakanna í október sl. Eftir umræður á ársþinginu var ákveðið að vísa henni til umsagnar hjá aðildarsveitarfélögum samtakanna. Öll sveitarfélögin 15 á Suðurlandi hafa nú lokið umfjöllun sinni og samþykkt stefnuna fyrir sitt leyti.

Stefnuna má lesa hér.