fbpx

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 27. ágúst nk. Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Aðalfyrirlesari er bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Noston og forstöðumaður lestrar- og tungumálarannsóknarstöðvar innan sama háskóla.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á vef ráðuneytisins. Þar verður einnig hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá fyrirlestrinum.

Dagskrá fyrirlestursins

dr_maryanne_wolf