fbpx
2. október 2020

Markmið

Hækkun menntunarstigs á Suðurlandi

Verkefnislýsing

Verkefnið miðar að því að auka eftirspurn eftir menntun á Suðurlandi og hækka þannig menntastigið. Unnið verður kynningarefni í því sambandi, innviðir menntunar í héraðinu verða kortlagðir og kynntir verða möguleikar til að stunda nám með vinnu, bæði hjá innlendum og erlendum fræðsluaðilum. Auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og með fundum vítt og breitt um héraðið. Gerð sviðsmynda um framtíð Suðurlands með ungmennum í samvinnu við Framtíðarsetur Íslands.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið tengist megináherslu málaflokksins Samfélag (Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri). Þá má ætla að hækkað menntastig komi á móts við meginmarkmið málaflokksins Atvinna og Nýsköpun (Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, framleiðni og fjölbreyttari atvinnutækifærum).

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

#4 Menntun fyrir alla. Með bættu aðgengi og aukinni eftirspurn munu fleiri njóta þjónustu menntakerfisins á árangursríkan hátt.
#8 Góð atvinna og hagvöxtur. Hærra menntunarstig leiðir að öðru jöfnu til betri atvinnutækifæra.
#9 Nýsköpun og uppbygging. Þess er vænst að hugmyndir unga fólksins um framtíðina á Suðurlandi leiði til nýsköpunar og menntunar við hæfi.
#10 Aukinn jöfnuður. Með hækkandi menntunarstigi ætti menntakerfið að nýtast enn betur sem tæki til jöfnuðar. Sérstaklega verði hér horft til íbúa af erlendum uppruna.

Árangursmælikvarðar

Mæling á menntastigi

Lokaafurð

Hækkað menntunarstig, aukinn áhugi á menntun og betri vitneskja um námstækifæri í héraðinu.


Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir og Sigurður Sigursveinsson
Framkvæmdaraðili
Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðilar
Þekkingarsetur og fræðsluaðilar á Suðurlandi. Framtíðarsetur Íslands.
Heildarkostnaður
2.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000 kr.
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst 1. mars 2020 og verður lokið 31. desember 2021.
Staða
Í vinnslu
Númer
203007


Staða verkefnis

Lokið er við hönnun á kynningarefni og samantekt á námsverum, en unnið er að greiningu á menntastigi og núverandi námsframboði þar sem kennslufyrirkomulagið er sveigjanlegt (fjarnám, dreifnám/blandað nám)

Komið hefur verið upp yfirlitssíðu fyrir sunnlensk námsver: www.starfamessa.is/menntahvot