fbpx

Markmið

Að aðstoða sveitarfélög á Suðurlandi við innleiðingu á Heimsmarkmiða S.þ. Með því að kortlagt verði gagnaaðgengi sveitarfélaga til að innleiða Heimsmarkmiðin. Mun þetta aðstoða sveitarfélögin í að innleiða þau markmið sem tengjast þeim.

Útbúin verður handbók sem virkar sem leiðbeiningarit fyrir sveitarfélögin að nálgast upplýsingar um innleiðingu á Heimsmarkmiðunum. Skoðað verður hvernig hægt sé að nota bókhaldskerfi sveitarfélagana (Navision) til að auðvelda alla vinnu og innleiða sjálfvirkni í upptöku sveitarfélagana í Heimsmarkmiðunum.

Verkefnislýsing

Með kortlagningu á gagnaaðgengi sveitarfélaga m.t.t. Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fá sveitarfélög samantekt á gögnum sem þau geta nýtt í stefnumótandi vinnu í loftslagsmálum, þar sem allt stöðumat er sett í fastar, samræmdar skorður milli sveitarfélagana.
Þegar slíkt staðlað stöðumat er komið má byrja vinnu við að þróa markmið og mælikvarða samræmt á milli sveitarfélaganna.
Þetta mun gefa sveitarfélögum betri innsýn inn í hvernig aðrir eru að vinna vinnuna og býður upp á möguleika á að brúa bilin á milli þeirra og flýta fyrir framþróun í loftslagsvænum lausnum í samfélögum á Íslandi.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur samþykkt að láta prófa sig í þróun þessa líkans.
Þá fengi ráðgjafi fullan aðgang að gögnum sveitarfélagsins og myndi sjá á hvaða formi gögnin eru og hvaða erfiðleikar eru til staðar.
Slíkar upplýsingar myndi nýtast öllum sveitarfélögum á Suðurlandi strax og koma í veg fyrir að verið sé að vinna sömu vinnuna á sama tíma í mörgum sveitarfélögum.
Með þessu móti getur sveitarfélag séð styrkleika og veikleika sína, og hægt væri fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að sjá hvar þörf er á aðstoð hverju sinni.
Þá gæti t.d. birst upplýsingar um að einungis sé verið að vinna í ákveðnum markmiðum á einum stað og ekki öðrum og hægt væri að bregðast við þeim upplýsingum með ítarlegri aðstoð frá SASS eða utanaðkomandi ráðgjafa.
Áherslur framtíðarinnar gætu svo mótast af þessari þörf, bæði hjá einstaka sveitarfélagi og hjá landshlutanum í heild sinni.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Umhverfi – Að öll sveitarfélög á Suðurlandi hafi innleitt hluta af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2024

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

17. Samvinna um markmiðin:
Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða. Mælikvarði 17.14.1: Fjöldi landa þar sem fyrir hendi er fyrirkomulag til að stuðla að samfellu í stefnum um sjálfbæra þróun.

Árangursmælikvarðar

Tilbúið stöðumat fyrir öll Heimsmarkmið.

Lokaafurð

Leiðbeiningarit fyrir sveitarfélög.


Verkefnastjóri
Elísabet Björney Lárusdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Sveitarfélögin á Suðurlandi
Heildarkostnaður
2.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr. 
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Mars 2020 – desember 2020
Staða
Í vinnslu
Númer
203009


Staða verkefnis

Unnið er að því að fá yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins Rangárþings eystra og máta málaflokkana úr bókhaldskerfinu Navison við Heimsmarkmiðin. Fyrirséð er að málaflokkar sveitarfélagsins passi ekki við Heimsmarkmiðin, og mun þeirri innsýn verða miðlað til allra sveitarfélaga. Eins verður farið yfir aðrar upplýsingar sem sveitarfélög hafa greiðan aðgang að, eins og vef Hagstofunnar, og þær settar inn í yfirlitið.