fbpx

Eyjamaðurinn Hrafn Sævaldsson hefur verið ráðinn nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um nýtt starf innan Þekkingarsetursins er að ræða.   Starfið var auglýst í byrjun marsmánaðar og sóttu tíu einstaklingar um starfið.

Hrafn hóf störf hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja 1. apríl 2016 og hefur hann starfsstöð á þriðju hæð Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Hrafn hefur undanfarið ár starfað sem sjálfstæður rekstarráðgjafi í Vestmannaeyjum. Á árunum 2013 – 2015 stýrði hann tímabundnu sérverkefni fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyju. Á árunum 2006 – 2012  starfaði hann sem ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands með aðsetur í Vestmannaeyjum og því hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróunarmálum á Suðurlandi.  Hrafn er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonu og barni.

Hrafn er m.a. viðskiptafræðingur að mennt og stefnir á að ljúka meistaranámi í viðskiptum og stjórnun,  MBA,  frá Háskóla Íslandi vorið 2017 samhliða vinnu fyrir Þekkingarsetur Vestmannaeyja.

Þann 29. febrúar s.l. var undirritaður samningur milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um ráðgjöf og þjónustu fyrir SASS.  Ráðning Hrafns er afleiða af þeim samningi.